Orkumálinn 2024

Nemendum í VA býðst skiptinám í Danmörku í gegnum Evrópustyrk

Verkmenntaskóli Austurlands hlaut í vor styrki til tveggja verkefna úr menntahluta Erasmus+ áætlunarinnar. Styrkurinn nýtist bæði til að senda nemendur og kennara á námskeið í Evrópu.


Annars vegar er um að ræða verkefnið Efling verknáms með evrópsku samstarfi. Þar verður nemendum og kennurum gefinn kostur á að ferðast til samstarfsaðila skólans í Evrópu.

Nemendum verður boðið upp á að fara í tveggja vikna skiptinám til Viborg í Danmörku. Kennurum býðst að fara í starfsspeglunarheimsóknir til Danmerkur, Þýskalands og Spánar. Í tilkynningu frá skólanum segir að tilgangur ferðanna sé einnig að styrkja „enn frekar tengslin við þessa samstarfsaðila VA í Evrópu með það að markmiði að auka nemendaskipti enn frekar.”

Hins vegar fær starfsfólk VA styrk til að sækja námskeið erlendis. Að þessu sinni verða sótt tvö námskeið á haustönn sem snúast um leiðir til að draga úr brottfalli.

Í tilkynningu segir að verkefnin séu liður í byggja upp öflugt Evrópusamstarf innan skólans en skólinn tekur einnig á móti evrópskum kennurum á næsta skólaári.

„Vegna aukinnar alþjóðavæðingar er afar mikilvægt að nemendur séu ekki aðeins undirbúnir fyrir frekara nám og/eða starf á Íslandi heldur einnig á alþjóðlegum markaði.

Þessi þróun setur aukar kröfur á VA sem menntastofnun sem í dag þarf að þjálfa nemendur til starfa í síbreytilegu og alþjóðlegu umhverfi 21. aldarinnar. Því er sterk alþjóðleg tenging lykilatriði í skólastarfi nútímans.“

Erasmus+ er styrkjaáætlun Evrópusambandsins fyrir mennta-, æskulýðs- og æskulýðsmál. Áætlunin gildir árin 2013-2020 á hennar vegum er veittir 14,7 milljarðar evra í styrki. Styrkurinn sem VA fékk er rúmar 32.000 evrur eða 3,65 milljónir króna á gengi dagsins.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.