„Mamma mín er mín helsta fyrirmynd“

Hljómsveitin MurMur hefur verið á ferð og flugi í sumar og spilað á öllum helstu hátíðum hér eystra. Sveitin spilar á Unglingalandsmótinu um helgina, en söngvari og gítarleikari hennar, Ívar Andri Bjarnason er í yfirheyrslu vikunnar á Austurfrétt.



Ívar Andri segir vöxt og vinsældir MurMur sem var stofnuð fyrir tveimur árum hafa verið meiri en þá óraði fyrir, en með honum eru þeir Bergsveinn Ás Hafliðason á trommur og Heimir Andri Atlason á bassa.

„Ég hef stundum lent í því að tala við fólk sem ég þekki ekkert en það þekkir til okkar. Við vorum samt með allt niður um okkur í vetur þar sem mikið var að gera í skólanum, en ég og Heimir ...leikari vorum að útskrifast úr menntaskóla.“

Það eru spennandi tímar framundan hjá sveitinni. „Við ætlum að taka upp LP plötu hjá Vinny Vamos í hljóðverinu á Stöðvafirði. Stefnan er að taka upp „analog“ eða á bandvél eins og var gert í gamla daga og síðan ætlum við að pressa þetta síðan á vínil. Alls ekki geisladisk! Ég er með fullt af nýjum lögum sem ég þarf að klára og semja texta við. Þegar það er búið tökum við upp sem fyrst.“

Fullt nafn: Ívar Andri Bjarnason.
Aldur: 19.
Starf: Rokkari.
Maki: Sigríður Theodóra Sigurðardóttir.


Hvert er uppáhalds lagið þitt? Fer eftir hvernig skapi ég er í.
Mesta undur veraldar? Bergsveinn trommueikari.
Ef þú gætir öðlast yfirnáttúrulegan kraft, hver væri hann? Að geta klappað og þá kemur Confetti. Það myndi lífga upp á tónleikana.
Hver er þinn helsti kostur? Hárið mitt.
Hver er þinn helsti ókostur? Ég er athyglissjúkur.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú varst lítill? Rokkari.
Undarlegasti matur sem þú hefur smakkað? Kleinuhrings-hamborgari.
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Kleinuhrings-hamborgari.
Hvernig líta kosífötin þín út? Star Wars náttsloppur.
Duldir hæfileikar? Ég get blokkað hnerrin mín án þess að nota hendur.
Mesta afrek? Ég labbaði yfir íþróttasalinn á Egilsstöðum á höndum.
Ef þú fengir að hitta hvaða persónu úr mannkynssögunni sem væri, hver yrði fyrir valinu? Jimmy Page, gítarleikarinn í Led Zeppelin.
Draumastaður í heiminum? Ísland maður!
Hver er þín helsta fyrirmynd? Mamma mín er mín helsta fyrirmynd.
Ef þú gætir breytt einhverju í heiminum? Ég veit ekki, má breyta öllu?
Topp þrjú á þínum „bucket list“? Fallhlífastökk, opna pub á Írlandi og klappa litlu ljóni.
Hvað ætlar þú að gera um helgina? Það verða hljómsveitaæfingar alla helgina.
Ljósmynd: KOX

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.