Orkumálinn 2024

Krummi krunkar úti og Gamli Nói lög unga fólksins í dag – Myndir

Bófar, þingmenn, nornir og fleiri furðufuglar heimsóttu ritstjórnarskrifstofur Austurfréttar á Hugvangi í dag. Voru þar á ferðinni krakkar klæddir upp í tilefni öskudagsins.


Krakkarnir sungu fyrir starfsmenn þar en að auki eru í húsinu skrifstofur Vinnueftirlitsins, AN Lausna, Bókstafs, PES, Sólsystra, Austurnets og Augasteina.

Að loknu sönglagi og myndatöku hóparnir fengu hóparnir karamellur að launum.

Lagaval dagsins var óvenju fjölbreytt, sem meðal annars kann að helgast af því að ekki er búið að velja framlag Íslands í Evrópusöngvakeppnina. Það hefur oft verið vinsælt.

Krummi svaf í klettagjá, Gamli Nói og Glaðasti hundur í heimi voru þau lög sem oftast voru sungin í dag samkvæmt lauslegri samantekt Austurfréttar. Vert er að taka fram að seinni lögin tvö voru sungin með nokkrum mismunandi textum.

Einn hópur mætti með frumsamið lag og annar með öskudagssöng við Ex‘s and Oh‘s vinsælt lag Ellie King frá síðasta ári sem fjallar um hvernig hún dregur táldregur karlmenn.

Af öðrum lögum má nefna Horfðu til himins með Ný dönsk, Bahama, Lífið er yndislegt, Egilsstaðabeljurnar, Ríðum sem fjandinn, Lollipop Song, Hani Muni, Narwheels, Cup Song og þorrablótssöng Fellamanna.

Búningavalið var ekki síður fjölbreytt eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Oskudagur 2016 0002 Web
Oskudagur 2016 0005 Web
Oskudagur 2016 0010 Web
Oskudagur 2016 0014 Web
Oskudagur 2016 0016 Web
Oskudagur 2016 0022 Web
Oskudagur 2016 0025 Web
Oskudagur 2016 0029 Web
Oskudagur 2016 0030 Web
Oskudagur 2016 0034 Web
Oskudagur 2016 0035 Web
Oskudagur 2016 0039 Web
Oskudagur 2016 0041 Web
Oskudagur 2016 0045 Web
Oskudagur 2016 0047 Web
Oskudagur 2016 0049 Web
Oskudagur 2016 0052 Web
Oskudagur 2016 0055 Web
Oskudagur 2016 0057 Web
Oskudagur 2016 0059 Web
Oskudagur 2016 0061 Web
Oskudagur 2016 0064 Web
Oskudagur 2016 0067 Web
Oskudagur 2016 0070 Web
Oskudagur 2016 0071 Web
Oskudagur 2016 0074 Web
Oskudagur 2016 0078 Web
Oskudagur 2016 0079 Wegb
Oskudagur 2016 0081 Web
Oskudagur 2016 0084 Web
Oskudagur 2016 0086 Web
Oskudagur 2016 0087 Web
Oskudagur 2016 0090 Web
Oskudagur 2016 0093 Web
Oskudagur 2016 0094 Web
Oskudagur 2016 0098 Web

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.