Orkumálinn 2024

Kjarnahópurinn fer alltaf stækkandi

„Við hvetjum fólk til þess að tryggja sér miða því þeir geta farið einn, tveir og þrír,“ segir Ólafur Björnsson, verkefnastjóri Hammondhátíðarinnar á Djúpavogi, sem haldin verður í tólfta skipti dagana 20.-23. apríl.

Sem fyrr eru listamennirnir ekki af verri endanum, en fram koma hljómsveitin Dikta, Mugison, Emmsjé Gauti og Íris Birgis. Dagskrá sunnudagsins hefur ekki enn verið kynnt en það verður gert á allra næstu dögum.

„Miðasalan fer mjög vel af stað, hraðar en áður, en mér skilst að á þessum sólarhring sem hún hefur staðið sé helmingur heildarpassanna farinn – en hann gefur aðgang að öllum dagskrárliðum hátíðarinnar. Það er virkilega ánægjulegt, sérstaklega í ljósi þess að enn er ekki búið að tilkynna alla dagskrána, en sunnudagurinn hefur verið það sem margir horfa til. Það sýnir að kúnnarnir treysta okkur til þess að vera með frábæra dagskrá.“

Ólafur segir kjarnahópinn sem sækir hátíðina ár eftir ár allaf fara stækkandi. „Sá hópur sem kemur alltaf, sama hvað er á dagskrá, fer alltaf stækkandi. Hópurinn sem kemur og er hjá okkur alla helgina. Bæjarbúar eru líka að vakna og sjá tækifærin í því, sem leiðir af sér allskonar viðburði yfir helgina sem auglýstir verða þegar nær dregur.“

Miðasala fer fram á Miði.is en dagskrána má sjá á heimasíðu hátíðarinnar sem og á Facebooksíðu hennar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.