Kanna þörf á fjarnámi á Austurlandi

Austurbrú, fyrir hönd Sambands sveitarfélaga á Austurlandi, kannar nú þörf á fjarnámi á Austurlandi. Áætlað er að um 200 Austfirðinga rséu í fjárnámi á háskólastigi í dag, flestir við Háskólann á Akureyri.

Í tilkynningu segir að mikilvægt sé að kanna þörf fyrir fjarnám á svæðinu þar sem námsframboðið hafi verið óbreytt árum saman. Flestir stundi nám í menntavísindum og viðskiptafræði.

Ný svið hafi ekki bæst við síðustu ár og því sé rétt að kanna hvort bjóða þurfi upp á fleiri námsleiðir.

Könnunina má nálgast hér.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.