"Hvernig við finnum líkamlega nærveru annars í sama rými?"

„Hugmyndin um verkið fæddist á vormánuðum og er gaman að sjá það verða að veruleika. Við erum að reyna að uppgötva hvernig fólk heldur sambandi við sína nánustu og hvernig samskipti á milli einstaklinga fara fram, augliti til auglist, í gegnum síma og í gegnum samfélagsmiðla“ segir Alona Perepelytsia, skipuleggjandi Hnúta, sem fram fer nú um helgina.


Hnútar er alþjóðleg vinnusmiðja fjögurra listamanna frá Úkraínu og Íslandi sem sett er saman af dans-, leik- og vídjóverkum. Listamenn hópsins eru dansarar, danshönnuðir, ljósmyndari og myndatökumaður. „Síðustu 8 daga hefur vinnusmiðjan staðið yfir í Sláturhúsinu. Í gegnum dagana höfum við tekið viðtöl við fólk hér á Egilsstöðum og spurt þau margra spurninga. En vorum í rauninni aðeins að leita svara við einni spurningu. Hvernig við finnum líkamlega nærveru annars í sama rými? Hvað skapar einstæða nærveru? Skynjar fólk sérstöðu þessa á daglegum basis eða geta nútímasamskiptatækni komið alfarið í stað þessa, “ segir Alona.

Afrakstur vinnusmiðjunnar munu gestir og gangandi geta séð í Sláturhúsinu á Egilsstöðum í kvöld, 22. September kl. 20:00 og  23. September  kl. 14:00 og 16:00. „Það verður danssýning samhliða innsetningunni þar sem við leiðum gesti í gegnum völundarhús hugsana og tilfinninga,“ Alona.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.