Orkumálinn 2024

Hver kom með borðið? Nýtt húsgagn á Gisthúsinu

Forráðamenn Gistihússins á Egilsstöðum hafa í morgun leitað að huldumanni sem kom færandi hendi um helgina með nýtt sófaborð.


„Við höldum að við séum búnir að finna út hver þetta var en erum að staðfesta það. Við vitum hvenær hann kom,“ segir Gunnlaugur Jónasson sem stýrir Gistihúsinu með konu sinni Huldu Daníelsdóttur.

Á Facebook-síðu Gistihússins segir að húsráðendur hafi í morgun orðið undrandi yfir „nýju“ sófaborði í anddyrinu og er þar óskað eftir upplýsingum um það því það hafi birst án útskýringa.

Borðið er samskonar og þrjú önnur borð sem eru í setustofunni. Þau eru unnin af Gunnari Gunnarssyni, afa Huldu, sem kallaður var Gagarín.

Gunnlaugur segir nýja borðið aðeins öðruvísi. Það er talið vera eftir Þorstein Sigurðsson, lækni á Egilsstöðum í um þrjátíu ár en hann nam útskurð áður en hann las læknisfræðina.

„Það er gaman að fá eitt húsgagn í viðbót. Maðurinn sem kom með borðið sagðist hafa verið búinn að tala um það við mig en ég man ekki eftir því. Þetta fer vel með hinum borðunum,“ sagði Gunnlaugur.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.