Orkumálinn 2024

„Hússtjórnarskólinn orðið mitt annað heimili“

Skagastúlkan Rebekka Sif Sigurðardóttir er ánægð með námið við Hússtjórnarskólann á Hallormsstað. Í hennar huga er spennandi að prófa að búa á heimavistinni og þar kann hún vel við sig.

„Mér finnst skemmtilegast hvað hópurinn var fljótur að ná vel saman og hversu góðir vinir og náin við erum orðin.

Við erum samheldinn hópur og þetta er eins og önnur fjölskylda mín og Hússtjórnarskólinn er orðinn mitt annað heimili. Þetta er heimavistarskóli og ótrúlega gaman að búa saman og hópurinn verður mun nánari vegna þess,“ segir Rebekka Sif í samtali við héraðsfréttablaðið Skessuhorn.

Rebekka kaus að fara í skólann í haust en hún útskrifaðist í vor úr í Fjölbrautaskóla Vesturlands. „Ég vissi ekki einu sinni að skólinn væri til, fyrr en mamma og pabbi sáu þátt um hann á sjónvarpstöðinni N4 fyrir tveimur árum.

Foreldrar mínir héldu að ég myndi kannski hafa gaman af því að fara í þennan skóla og hvöttu mig til að skoða möguleikann. Þar sem ég var ekki búin að ákveða hvað ég ætlaði að gera eftir námið í FVA fannst mér þetta mjög spennandi og fór að kynna mér skólann betur og ákvað að slá til.“

Rebekka Sif dásamar umhverfið á Hallormsstað í viðtalinu í Skessuhorni og segist vistina þar eins og að búa í útlöndum. Þá væri hún gjarnan til í að lengja námstímann sem er aðeins ein önn.

Hún stefnir á að fara í búfræðinám á Hvanneyri því markmiðið er að verða bóndi. Námið á Hallormsstað hefur hins vegar vakið áhuga hennar á fleiri greinum og segist Rebekka Sif til í að halda áfram á sömu braut, til dæmis fara í textílnám.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.