Helstu kostir og gallar; „Ég er opinn fyrir öllu“

Áfangastaðahönnuðurinn Daniel Byström er í yfirheyrslu vikunnar, en hann hefur unnið að verkefninu Áfangastaðurinn Austurland, en stórum áfanga í því verkefni var náð í vikunni þegar heimasíðan austurland.is var formlega opnuð.



Heimasíðunni er ætlað að vera gátt inn í Austurland og er fyrir alla þá sem vilja leita sér upplýsinga um búsetukosti svæðisins, atvinnu og fjárfestingamöguleika – síðast en ekki síst fyrir þá gesti sem vilja heimsækja Austurland og fá nasasjón af austfirskum lífsstíl. Síðan mun einfalda fólki og fyrirtækjum að leita hagnýtra upplýsinga um Austurland og spila stórt hlutverk í að þjónusta austfirsk fyrirtæki og sveitarfélög við að þróa sameiginlega rödd Austulands út á við og leggja grunn að stjórnun áfangastaðarins til framtíðar.

Daniel hefur unnið að verkefninu ásamt fleirum síðan 2014. „Hlutverk mitt er að greiða fyrir framgangi verkefnisins og knýja það áfram ásamt með Maríu Hjálmarsdóttur hjá Austurbrú. Ég er áfangastaðahönnuður með áherslu á sjálfbærni og samfélagsmiðuð verkefni,“ segir Daniel, um aðkomu sína að verkefninu.

Daniel segist viss um að framtakið hafi nú þegar gert mikið fyrir Austurland. „Það sameinar okkur og styrkir upplifun okkar og vitund í sambandi við Austurland. Verkefninu Áfangastaðurinn Austurland hefur tekist að koma á fót samfélagssamtökum og ramma fyrir áframhaldandi þróun á samstarfi. Við erum öll saman í því að þróa áfangastaðinn okkar og þannig viljum við hafa það. Mikilvægasti þátturinn í að styrkja aðdráttarafl og samkeppnishæfni áfangastaðarins okkar, Áfangastaðarins Austurlands, er að einbeita okkur að vellíðan íbúa svæðisins og gesta okkar.“

Hér má skoða síðuna.


Nafn: Daniel Byström

Aldur: 37

Starf: Áfangastaðahönnuður.

Maki: Lii.

Börn: Jack ára og Nora tveggja ára.

Uppáhalds matur? Pönnukökur.

Undarlegasti íslenski maturinn? Hrútspungar.

Ef þú gætir breytt einhverju í heiminum? Minni eigingirni, meiri hlutdeild.

Hvað er í vösunum þínum? Usb-minnislykill og tóbaksdolla.

Fallegasti staður á Íslandi? Austurland.

Kaffi eða te? Kaffi.

Helsti kostur? Ég er opinn fyrir öllu.

Helsti galli? Ég er opinn fyrir öllu.

Dæmigerður dagur? Á Austurlandi – vinna og heitur pottur fyrir svefninn.

Hvað er á „bucket listanum“ þínum? Allt sem ég hef ekki prófað.

Helsti ótti: Ég er óttalaus.

Uppáhalds árstíð: Vetur og vor.

Hvað væri titilinn á ævisögunni þinni? Forvitið líf skapandi huga.

Hvar sérðu Austurland eftir tuttugu ár? Sem frábæran stað sem samanstendur af fjörðum, héraði og hálendi. Framúrskarandi svæði til að búa á og heimsækja þar sem jafnvægi ríkir milli mannsog náttúrunnar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.