Orkumálinn 2024

Helgin: Leikhús, körfubolti, blak og bretti

Austfirðingar halda í fyrsta skipti Íslandsmót á snjóbrettum en keppt verður í Oddsskarði um helgina. Leikfélag Menntaskólans á Egilsstöðum frumsýndi í gærkvöldi leikverkið Eldhús eftir máli.


Það er Brettafélag Fjarðabyggðar sem heldur mótið í Oddsskarði. Á morgun er keppt í brettastíl. Flokkar 7-11 ára keppa klukkan tíu og 12-18 ára klukkan tólf.

Á sunnudag er keppt í brettakrossi. Yngri krakkarnir verða klukkan 13:30 en þeir eldri klukkan 15:00. Verðlaunaafhending verður að lokinni keppni og er áætluð klukkan 16:30.

Kvennalið Þróttar í blaki tekur á móti nafna sínum úr Reykjavík á Norðfirði í leik sem hefst klukkan tvö.

Körfuknattleikslið Hattar tekur á móti Tindastóli í úrvalsdeildinni klukkan 18:30 á sunnudag. Liðið spilaði í gær við Íslandsmeistara KR og tapaði 87-78 eftir að hafa verið yfir í hálfleik, 37-41. KR-ingar sigldu fram úr með frábærum þriðja leikhluta sem þeir unnu 35-18. Hattarmenn unnu síðan loka leikhlutann 15-19.

Tobin Carberry var þeirra stigahæstur með 33 stig og 11 fráköst. Hattarmenn lentu í villuvandræðum í lokin þar sem bæði Eysteinn Bjarni Ævarsson og Mirko Virijevic fóru út af með fimm villur.

Leikfélag Menntaskólans á Egilsstöðum frumsýndi í gærkvöldi leikverið Eldhús eftir máli – hversdagslega hryllingssögur. Leikverkið er eftir Völu Þórsdóttur byggt á smásögum Svövu Jakobsdóttur.

Önnur sýning verður í kvöld og sú næsta á sunnudag en allar eru klukkan 20:00 í Sláturhúsinu. Eftir þriðju sýningu á miðvikudagskvöld fer sýningin á flakk um Austfirði út mánuðinn. Halldóra Malin Pétursdóttir leikstýrir.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.