Helgin: „Gaman að eiga tækifæri á því að vinna keppnina“

„Sjálf er ég vel stemmd fyrir kvöldinu og á ekki von á öðru en liðsfélagar mínir séu það líka,“ segir Heiða Dögg Liljudóttir, en Fjarðabyggð mætir Skagamönnum í úrslitaþætti Útsvars í kvöld.



Sem fyrr eru það þau Heiða Dögg, Davíð Þór Jónsson og Hákon Ásgrímsson sem skipa lið Fjarðabyggðar en þau hafa lagt Fljótsdalshérað, Reykjavíkurborg, Ölfus og Grindavík á leið sinni í úrslit. Lið Fjarðabyggðar hefur einu sinni staðið uppi sem sigurvegari í keppninni, en það var árið 2013 og liðið þá skipað þeim Jóni Svani Jóhannssyni, Kjartani Braga Valgeirssyni og Sigrúnu Birnu Björnsdóttur. „Það er auðvitað frábært að vera komin svona langt og gaman að eiga tækifæri á því að vinna keppnina, en hvernig sem fer er þetta mjög góður árangur,“ segir Lilja.

690 Vopnafjörður
Heimildamyndin 690 Vopnafjörður, eftir Körnu Sigurðardóttur, verður forsýnd á Vopnafirði á sunnudaginn, en um samtíma- og upplifunarmynd þar sem samfélagið rýnir í sjálft sig og samband sitt við staðinn sem þeir búa á. Viðtal við Körnu vegna myndarinnar má sjá hér.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.