Helgin: Erum við góð hvert við annað?

„Þetta er sjöunda árið sem Forvarnarmálþingið er haldið og þó svo að fókusinn sé ólíkur í hvert sinn þá hefur yfirmarkmiðið alltaf verið það sama – að gera gott samfélag betra,“ segir Margrét Perla Kolka, kennari í Verkmenntaskóla Austurlands, um opið málþing sem haldið verður í Nesskóla á laugardaginn.Margrét Perla fer fyrir Forvarnarteymi Verkmenntaskólans en auk þess standa Foreldrafélag VA, Foreldrafélag Nesskóla og Fjölskyldusvið Fjarðabyggðar að málþinginu. „Málþingin hafa alltaf verið opin öllum sem áhuga hafa og aðgangur verið ókeypis.

Í ár er málþingið hugsað sem leið til að berjast gegn ofbeldi af ýmsu tagi og hefur yfirskriftina „Erum við góð hvert við annað?“ Við viljum sjá sem flesta og að bæði kynin komi og fræðist um það hvernig við getum gert heiminn að betri stað fyrir alla.

Málþingið verður í Nesskóla á laugardaginn milli klukkan 11:00 og 14:00 og er það ókeypis og öllum opið. Viðtal við Margréti Perlu vegna þessa má lesa hérÝmislegt annað er um að vera um helgina:Maður sem heitir Ove í Valaskjálf

Þjóðleikhúsið sýnir einleikinn Maður sem heitir Ove, í Valaskjálf á laugardaginn. Einleikurinn hefur notið fádæma vinsælda í Þjóðleikhúsinu í vetur, en hér er á ferðinni bráðfyndinn og nístandi sænskur einleikur um sorg og gleði, einangrun og nánd – byggður á samnefndri skáldsögu Fredrik Backman.

Uppselt er á sýninguna klukkan 20:00 en bætt hefur verið við aukasýningu klukkan 18:00 sama dag. Nánar má lesa um þetta hér.Svæðistónleikar Nótunnar í Egilsstaðakirkju

Svæðistónleikar Nótunnar, uppskeruhátíðar tónlistarskólanna, fer fram í Egilsstaðakirkju á laugardaginn. Þar keppa atriði frá tónlistarskólnum á Norður- og Austurlandi um að komast í lokakeppnina í Eldborgarsal Hörpu í sunnudaginn 2. apríl. Sjá nánar hér.


Ronja Ræningjadóttir frumsýnd um helgina

Leikfélag Menntaskólans á Egilsstöðum frumsýnir um helgina leikritið Ronju Ræningjadóttur í leikstjórn Írisar Lindar Sævarsdóttur. Frumsýning er í Sláturhúsinu á Egilsstöðum í kvöld klukkan klukkan 20:00. Umfjöllum um verkið má sjá hér og dagsetningar hér.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar