Orkumálinn 2024

Heimsókn Vigdísar eftirminnilegust

„Stundum finnst mér að það þyrfti einhver einn aðili í Fjarðabyggð að tryggja að þetta glatist ekki, því það er góður möguleiki,“ segir Gunnar Hjaltason um myndir og myndbönd sem einstaklingar hafa safnað og er ómetanlega heimildasaga. N4 heimsótti Gunnar og konu hans Höllu Einarsdóttur fyrr í haust.


Þau Gunnar og Halla hafa verið í ýmsum rekstri gegnum tíðina, voru með kjörbúð og bakarí og hafa rekið litla saumastofu síðastliðin 20 ár.

Gunnar hefur alla tíð tekið mikið af ljósmyndum og lifandi myndum og býr yfir ómetanlegu safni heimilda.

Gunnar segir opinbera heimsókn Frú Vigdísar Finnbogadóttur, þáverandi forseta, vera það eftirminnilegasta sem hann hefur myndað.

„Þá elti ég hana alveg á fullu og á töluvert mikið frá þeim tíma. Maður þurfti að vera duglegur að fylgja eftir, bæði í akstri og að vera á réttum stað á réttum tíma. Ég frétti að Vigga hefði hrósað mér fyrir hvað ég var duglegur eða eitthvað svoleiðis, henni fannst ég vera ansi duglegur myndatökumaður.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.