„Heima er hér“

Esther Brune á segist hafa lært íslensku í bútum eftir því við hvað hún vann hverju sinni. Hún segir tungumálið hafa verið framandi og erfitt í fyrstu og segir að það þvælist enn stundum fyrir sér, tæpum fjörutíu árum eftir að hún flutti til landsins. Esther sagði sögu sína í þættinu Að austan á N4 á dögunum.



Stundum er sagt að ástin sigri allt og það á vel við þegar Esther á í hlut. Hún er fædd og uppalin í Suður Afríku og ætlaði aðeins að koma til Íslands og vinna í fiski í hálft ár, en endaði með því að giftast íslenskum manni, Kjartani Reynissyni, setjast að á Fáskrúðsfirði og eignast með honum fjögur börn.

Í dag er hún menntaður sjúkraliði og vinnur á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Uppsölum á Fáskrúðsfirði. Hún segir að „heima“ sé á Íslandi þó svo að þau hjónin heimsæki hennar heimaslóðir reglulega.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.