Orkumálinn 2024

Haustinu fagnað með pönktónleikum - Myndir

Haustkomu var fagnað með pönktónleikum í Egilsbúð í Neskaupstað um síðustu helgi þar sem fjórar pönksveitir með austfirsku ívafi komu fram.


Fyrstur á svið var Pjetur St. Arason, einn með kassagítarinn sem fékk heldur óblíða meðferð. Pjetur er í sveitinni DDT skordýraeitur sem koma átti fram á kvöldinu. Þegar hún dró sig í hlé vegna anna trommuleikarans hélt Pjetur ótrauður áfram.

Næsta band var Vinnie Vamos sem kennt er við gítarleikarann og söngvarann sem býr á Stöðvarfirði en með honum í liði eru tveir Norðfirðingar. Sveitin spilaði áferðafalleg melódískt pönkrokk sem hljómaði vel í salnum.

Dægurlagapönkhljómsveitin Tuð var þriðja band kvöldsins. Hljómsveitarmeðlimir eru flestir af Norðurlandi en búa í Reykjavík og bassaleikarinn í Belgíu. Hann komst ekki austur en stöðu hans fyllti Jón Hafliði Sigurjónsson, tannlæknir úr Fjarðabyggð. Sviðsframkoman var lífleg og lögin snörp.

Kvöldinu lauk með Austurvígstöðvunum sem spila „gáfumannapönk.“ Sveitin kemur frá Eskifiðri og Reyðarfirði en yrkisefni hennar eru gjarnan sótt í málefni líðandi stundar. Fyrsta lagið en jafnframt það nýjasta hét „Hvað á að gera við þennan feita?“

Austurfrétt brá sér á tónleikana auk þess sem sýnt var frá þeim í þættinum Að austan í gærkvöldi.

Ponk Ad Hausti 0007 Web
Ponk Ad Hausti 0012 Web
Ponk Ad Hausti 0015 Web
Ponk Ad Hausti 0017 Web
Ponk Ad Hausti 0020 Web
Ponk Ad Hausti 0026 Web
Ponk Ad Hausti 0043 Web
Ponk Ad Hausti 0051 Web
Ponk Ad Hausti 0053 Web
Ponk Ad Hausti 0063 Web
Ponk Ad Hausti 0068 Werb
Ponk Ad Hausti 0075 Web
Ponk Ad Hausti 0077 Web
Ponk Ad Hausti 0083 Web
Ponk Ad Hausti 0095 Web
Ponk Ad Hausti 0097 Web
Ponk Ad Hausti 0099 Web

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.