„Hátíðin leiðir til auðugra samfélags“

„Markmið hátíðarinnar er að auka gæði, gleði, aðgengi, fjölbreyttni og jafnrétti í menningarlífinu. Við viljum koma list fólks með fötlun á framfæri og koma á samstarfi á milli fatlaðs og ófatlaðs listafólks,“ segir Kristín Rut Eyjólfsdóttir, verkefnastjóri Listar án landamæra á Austurlandi, en hátíðin verður sett á Egilsstöðum á fimmtudag.



List án landamæra er haldin árlega um allt land og stendur í um þrjár vikur. Viðburðir eru að meðaltali um sextíu og listamenn á sjötta hundrað.

„Allir sem vilja geta tekið þátt í List án landamæra en hátíðin leggur áherslu á fjölbreytileika mannlífsins, en þar vinnur listafólk saman að list sinni með frábærri útkomu. Hátíðin er ekki stofnun heldur grasrótarsamtök og hefur það að markmiði að vera síbreytileg og lifandi. Hátíðin leiðir til auðugra samfélags, aukins skilnings manna á milli. Sýnileiki ólíkra einstaklinga er mikilvægur, bæði í samfélaginu og í samfélagsumræðunni og hefur bein áhrif á jafnrétti á öllum sviðum,“ segir Kristín.


Sýningar opna á fimmtudag og laugardag

Opnunarhátíðin verður í Frystiklefa Sláturhúsinu Menningarsetri og hefst klukkan 17:00. „Þar koma fram einstaklingar frá hæfingarstaðnum Stólpa sem að sýna frumsamið spunaverk undir hendleiðslu Charles Ross tónlistarkennara. Einnig verður söngatriði frá starfsbraut Menntaskólans á Egilsstöðum sem að lenti í þriðja sæti í hæfileikakepnni starfsbrauta. Dagskránni lýkur með danspartíi í frystiklefanum þar sem að Aron Kale og Ragnar Jónsson þeyta skífum af stakri snilld fram eftir kvöldi.“

Að opnunarhátíðinni lokinni opna myndlistasýningar í Sláturhúsi Menningarsetri, Gistihúsinu Egilsstöðum, á Glóð, Hótel Héraði og Húsi Handanna á fimmtudaginn. Á laugardaginn klukkan 14:00 opnar sýning á Skriðuklaustri. Hér er hægt að lesa um alla dagskrána.


Takk

Kristín er afar þakklát öllum þeim sem að verkefni koma; „Mig langar að fá að koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem komu hátíðinni – listamönnum, þátttakendum, samstarfsaðilum og styrktaraðilum – fyrir hjálpsemi og jákvætt hugarfar.“

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.