Orkumálinn 2024

„Handavinna er á við sálfræðitíma“

„Ég man ekki eftir mér öðruvísi,“ segir hannyrðakonan Sælín Sigurjónsdóttir á Reyðarfirði, en hún prjónar og heklar allan liðlangan daginn og segir iðjuna á við sálfræðitíma. Sælín var í þættinum Að austan á N4 í liðinni viku.



Sælínu þykir skemmtilegast að prjóna sjöl en einnig peysur, dúka og ýmislegt fleira. Hún á yfir 500 prjónabækur sem hún hefur safnað í um 30 ár og annað eins af handavinnublöðum. Flestar bækurnar kaupir hún á Amason en segir þó að vinir og ættingjar séu duglegir að gauka að henni einni og einni bók eða blaði.

Sælín hefur glímt við krabbamein síðan 2012 og segir að handavinnan hafi hjálpað sér heilmikið í þeirri baráttu og segir handavinnuáhuginn hafi smitast út og fleiri hafi farið að mæta með prjónana í meðferðirnar.

Innslagið með Sælínu má sjá hér að neðan.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.