Fyrirlestrar um tölvu- og netfíkn

Þorsteinn K. Jóhannsson, framhaldsskólakennari, heldur tvo fyrirlestra um tölvu- og netfíkn hjá Starfsendurhæfingu Austurlands á Egilsstöðum í dag.


Fyrri fyrirlesturinn er klukkan 13:00 og ber yfirskriftina „Hvað er tölvufíkn og hverjar eru afleiðingarnar?“ Þorsteinn fer þar yfir einkenni tölvufíknar, bæði andleg og líkamleg. Markmiðið er að opna augu hlustenda fyrir því að tölvufíkn er til og vonast er til að sú þekking verði fyrirbyggjandi.

Seinni fyrirlesturinn er klukkan tvö og kallast „Orsakir tölvufíknar og ráðleggingar.“ Þar skoðar Þorsteinn hverjir eru líklegir til þess að þróað með sér fíknina og að lokum er farið ítarlega í ýmsar ráðleggingar fyrir tölvufíkla og aðstandendur þeirra. Markmiðið er að hjálpa hlustendum að koma auga á mögulegar orsakir tölvufíknar og hvernig hægt er að takast á við fíknina.

Þorsteinn hefur haldið fyrirlestra um tölvufíkn um land allt síðan 2006 og þar miðlar hann reynslu sinni á tölvufíkn. Sjálfur náði hann að snúa við blaðinu og tók líf hans stórkostlegum breytingum til hins betra.

Þessa sögu segir Þorsteinn frá og hjálpar hlustendum á að fá innsýn inn heim tölvufíknar, hvaða áhrif hún getur haft á líf fólks og hvað er hægt a gera til að losna úr klóm hennar.

Fyrirlestrarnir eru hugsaðir fyrir alla, þá sérstaklega fyrir þá sem nota tölvuna hömlulaust og vilja breyta um lífstíl. Einnig hentar hann fyrir aðstandendur og aðila sem vinna með ungmenni. Fyrirlestrarnir eru í eðli sínu forvarnarfyrirlestrar og henta því vel hjá ungmennum sem hafa ekki enn þróað með sér tölvufíkn.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.