Orkumálinn 2024

„Fyndin, skemmtileg, vandræðaleg og kannski svolítið klúr á köflum“

Leikfélag Norðfjarðar stendur fyrir Stuttverkasýningunni Gleym mér ei, í Egilsbúð á Norðfirði í kvöld.

„Þetta er í fyrsta skipti sem Leikfélags Norðfjarðar setur upp stuttverkasýning fyrir fullorðna, en hugmyndin var búin að blunda í okkur í allan vetur,“ segir Þórfríður Soffía Þórarinsdóttir, formaður leikfélagsins.

Sýndir verða fjórir einþáttungar og spunaverk inn á milli. „Við ákváðum að setja spunaverk inn á milli, en þar sýnum við áhorfendum hvernig við vinnum.

Þetta eru gamanverk sem spanna allan, erum fyndin, skemmtileg, vandræðaleg og kannski svolítið klúr á köflum, þó engin nekt sem ætti að særa blygðunarkennd áhorfenda. Sýningin er því bönnuð innan átján ára, líka af því að barinn verður opinn, en að sjálfsögð megna unglingar koma í fylgd með fullorðnum.“

Sýningin hefst klukkan 21:00, frítt er inn og nánar má fylgjast með viðburðinum hér.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.