Orkumálinn 2024

Fortitude-gengið komið aftur – Myndir

Leikarar og tökufólk spennuþáttanna Fortitude kom til Egilsstaða með leiguflugi klukkan tvö í dag. Tekið verður upp eystra í mánuðinum og mun það ekki fara framhjá íbúum. Íbúar á Reyðarfirði eru til dæmis beðnir um að slökkva ljósin annað kvöld.


Boeing 757 þota frá Titan Airways hóf sig á loft frá Stansted flugvelli við Lundúnir rétt fyrir klukkan tólf á hádegi og lenti á Egilsstöðum nánast á slaginu tvö. Með vélinni voru flestir leikarar myndarinnar, tökulið myndarinnar og búnaður þess.

Vel virtist liggja á Bretunum þegar þeir komu út úr vélinni í dag. Þeir hlógu og sumir stilltu sér upp á flugbrautina til að taka af sér myndir.

Þunginn að þessu sinni verður á Reyðarfirði og Eskifirði en einnig verður komið við á Seyðisfirði og vegfarendur sem áttu leið yfir Fagradal tóku eftir hirðingatjaldi sem búið var að reisa skammt frá Gilsánni.

Íbúar á Reyðarfirði hafa verið beðnir um að slökkva á öllum útiljósum og jólaseríum frá 16:30-20:00 á morgun, þriðjudag. Einkum er um að ræða svæðið fyrir ofan og í nágrenni við Molann. Jafnframt er þess óskað að ljós í gluggum eða í námunda við glugga sem snúa út að Molanum verði slökkt eftir fremsta megni yfir þennan tíma.

„Á morgun verður tekið upp atriði þar sem þörf er á eins miklu myrkri í bænum og mögulegt er,“ segir Ragnar Sigurðsson sem aðstoðar tökuliðið.

„Kannski tekur þetta styttri tíma. Það verður líka slökkt á götulýsingunni og íbúar geta fylgst með því hvenær verður kveikt á henni aftur. Þá á allt að vera búið.“

Umferð um bæinn verður einnig takmörkuð og nokkrum götum lokað fyrir umferð.

Framleiðslufyrirtækið Pegasus sendi í dag frá sér tilkynningar um frekari takmarkanir sem búast má við á Reyðarfirði og Eskifirði í mánuðinum. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kunni að valda. Þar er jafnframt íbúum þakkað fyrir frábært viðmót og hjálp við að framleiða þættina. Listinn er gefinn út með fyrirvara um raskanir á tökum vegna veðurs.

2. febrúar. Þriðjudagur frá kl. 08:00-20:00. Reyðarfjörður.
Tökur hefjast við Búðarmel 12c, Reyðarfirði, síðar þennan dag verða svo tökur fyrir framan N1 og fram eftir degi. Lokun verður á: Bílaplani Molans vestan megin, Strandgötu og Búðargötu. Tímabundnar vegalokanir verða á Ægisgötu.
Vegna sérstakra aðstæðna við tökur þennan dag, eru íbúar beðnir um að hafa slökkt á útiljósum og jólaseríum frá kl. 16:30 til 20:00. Á það einkum við byggðina ofan við og í næsta nágrenni við Molann.

3. febrúar. Miðvikudagur. Frá kl. 09:00-21:00. Seyðisfjarðarvegur, Fjarðarheiði (93).
Tökur verða á tveimur stöðum á Fjarðarheiði, við rafstöðvarhús Isavia svo og á veginum sem liggur upp að Gagnheiði. Tímabundnar vegalokanir verða á vegi yfir Fjarðarheiði.

4. febrúar. Fimmtudagur. Frá kl. 09:00-21:00. Fagridalur, Norðfjarðarvegur (92).
Sett verða upp fimm tjöld í landi Flata, og öll kvikmyndataka fer þar fram. Á meðan á tökum stendur verður tímabundin lokun á umferð til að draga úr hljóðmengun frá umferð. Eftir það hefjast tökur neðar í Fagradal, þar verður mynduð bifreið á við akstur niður Fagradal. Einnig verða tökur við hlíðar Grænafells. Tímabundnar vegalokanir verða á veginum í Fagradal og á veginum að gönguleiðum Grænafells.

5. febrúar. Föstudagur. Frá kl. 09:30-20:30. Reyðarfjörður.
Loka þarf fyrir alla umferð á afmörkuðum stöðum í bænum, settar verða upp merkingar um hjáleiðir. Austurgata við Heiðarveg, Sunnugerði, neðri hluta Melgerðis og neðri hlutann á Ásgerði.

6. febrúar. Laugardagur. Frá kl. 09:00-21.00. Reyðarfjörður.
Stekkjarholt 4 og Melbrekka 5, tökur við húsin. Bílum verður lagt í götunni eða á þeim stöðum sem ekki hefta umferð. Þetta eru þröngar aðstæður og gætu haft truflandi áhrif á íbúa í hverfinu.

8. febrúar. Mánudagur frá kl. 09:30-21:00. Seyðisfjörður.
Kvikmyndataka fer fram á bílaplani félagsheimilis Seyðisfjarðar fyrri hluta dags. Tímabundnar vegalokanir verða á Hafnargötu.

10., 11. og 12. febrúar (Miðvikudagur, Fimmtudagur, Föstudagur). Frá kl. 09:30-21:00. Eskifjörður.
Norðfjarðarvegur upp frá Eskifirði rétt fyrir neðan Oddskarð. Þar verður annar veghelmingur notaður til að koma kyrrstæðum bílum fyrir. Tímabundnar vegalokanir verða á meðan á tökum stendur en reynt verður að hleypa umferð í gegn eftir aðstæðum og umferð.

13. febrúar. Laugardagur.
Samkaup Eskifirði verður lokað.

14. febrúar. Sunnudagur frá kl. 08:30-20:30. Eskifjörður.
Strandgatan fyrir framan Samkaup verður lokuð. Hjáleið fyrir minni bíla verður í gegnum Lambeyrarbraut.

15. febrúar. Mánudagur frá kl. 09:30-20:30. Reyðarfjörður.
Heiðarvegur verður lokaður upp að Hjallaveg. Myndataka fer fram við leikskólann Lyngholt og Grunnskólann. Tökur við Stekkjarholt 27, reynt verður eftir fremsta megni að koma bílum þannig fyrir að þeir hefti ekki umferð. Þetta eru þröngar aðstæður sem gætu haft truflandi áhrif á íbúa í hverfinu.

17. febrúar. Miðvikudagur frá kl. 09:30-20:30. Reyðarfjörður
Tökur við Strandgötu 7, loka þarf Strandgötu ásamt bílaplani við Molann.
Tökur verða einnig við Austurvegur 24, Valhöll. Lokað verður fyrir um ferð á Austurvegi, í Melgerði og Ásgerði. Óskað verður eftir því að íbúar takmarki lýsingu og slökkvi á útiljósum.

Fortitude Flug Jan16 0003 Web
Fortitude Flug Jan16 0008 Web
Fortitude Flug Jan16 0011 Web
Fortitude Flug Jan16 0031 Web
Fortitude Flug Jan16 0035 Web
Fortitude Flug Jan16 0040 Web
Fortitude Flug Jan16 0042 Web
Fortitude Flug Jan16 0045 Web
Fortitude Flug Jan16 0046 Web
Fortitude Flug Jan16 0049 Web
Fortitude Flug Jan16 0053 Web
Fortitude Flug Jan16 0057 Web
Fortitude Flug Jan16 0062 Web
Fortitude Flug Jan16 0065 Web
Fortitude Flug Jan16 0067 Web
Fortitude Flug Jan16 0068 Web
Fortitude Flug Jan16 0074 Web
Fortitude Flug Jan16 0076 Web
Fortitude Flug Jan16 0077 Web
Fortitude Flug Jan16 0083 Web
Fortitude Flug Jan16 0085 Web
Fortitude Flug Jan16 0088 Web
Fortitude Flug Jan16 0089 Web
Fortitude Flug Jan16 0093 Web
Fortitude Flug Jan16 0096 Web
Fortitude Flug Jan16 0100 Web

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.