„Fólk lætur sig þetta málefni varða“

„Þetta tókst mjög vel í fyrra og því var ákveðið að endurtaka leikinn í ár,“ segir Anna Alexandersdóttir, ráðgjafi hjá Krabbameinsfélagi Austurlands, en félagið stendur fyrir Góðgerðarkvöldi í Hótel Valaskjálf annað kvöld.



„Við finnum fyrir mikilli velvild í samfélaginu og fólk lætur sig þetta málefni varða. Hótel Valaskjálf leggur til salinn okkur að kostnaðarlausu, skemmtikraftar gefa vinnu sína og eins og í fyrra verður spennandi uppboð. Segja má að þetta sé nauðsynlegt fjáröflunarátak þar sem rekstur félagsins er mikill en félagsmenn fáir og einu tekjur félagsins eru félagsgjöldin og styrkir frá velunnurum, en allur ágóði kvöldisins verður nýttur í þágu krabbameinsgreindra,“ segir Anna.

Dagskráin er fjölbreytt og skemmtileg, en fram koma til dæmis tónlistarmennirnir Jónas Sigurðsson og Aldís Fjóla Borgfjörð, við heyrum upplestur, sjáum atriði frá Leikfélagi Fljótsdalshéraðs og fleira, þetta verður virkilega skemmtilegt kvöld.“

Hér má sjá Facebooksíðu félagsins og dagskrána í heild sinni.



Fleiri viðburður verða á Austurlandi til að fagna komu sumars.


Karlakórinn Drífandi heldur vortónleika sína í Egilsstaðakirkju í kvöld. Fjölbreytt efnisskrá, meðal annars einsöngur og tvísöngur. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00.

Sumarvaka verður í Heydalakirkju á morgun, sumardaginn fyrsta, í minningu séra Einars Sigurðssonar, prests og sálmaskálds. Sumarvakan hefst klukkan 14:00 og svo verður Kvenfélagið Hlíf með sumarkaffi í grunnskólanum eftir athöfnina.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.