„Ferðamenn eru himinlifandi að fá lókal bjór“

„Salan hefur gengið mjög vel, við erum komin inn í hótel og veitingastaði á Héraði, Gesk á Reyðarfirði og stefnum svo niður á firði þegar sumarferðamennskan hefst af alvöru,“ segir Friðrik Bjartur Magnússon, bruggmeistari hjá Austra brugghúsi á Egilsstöðum. Að austan heimsótti brugghúsið fyrir stuttu.



Hugmyndin að brugghúsinu kviknaði fyrir rúmum tveimur árum og varð að veruleika í vor. „Við erum með þrjár tegundir eins og er sem allir heita eftir fjallstindum í fjórðungnum,“ segir segir Friðrik Bjartur, bruggmeistari hjá Austra brugghúsi á Egilsstöðum. Hvítserkur er ljósöl að amerískri fyrirmynd, Bagall er írskt rauðöl og svo Slöttur er breskur „bitter“, en það er ekki til neitt almennilegt íslenskt orð yfir það. Okkur hefur verið mjög vel tekið og ferðamenn eru himinlifandi að fá lókal bjór .“

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.