Býður fólki heim í stofu til að versla

„Stofubúin mín átti að lifa síðasta sumar en er hér enn og er að taka á sig breytta mynd og þróast,“ segir Erna Helgadóttir, verslunareigandi á Seyðisfirði.



Erna segist hafa fylgst með skipakomunum og ferðamönnunum sem oftar en ekki hafi legið á gluggunum hjá henni og horft inn í húsið. „Ég ákvað því, fyrst fólk er svona forvitið um þetta hús, að bjóða því bara inn og græða á því í leiðinni, þannig að allir vinna.“

Þannig varð litla stofuverslunin Blóðberg til og eftir gott gengi í sumar ákvað Erna að halda áfram. Erna og fjölskylda hennar eiga húsið sem verslunin er í, en það heitir Nóatún og er elsta hús bæjarins. Einnig eiga þau húsið við hliðina, sem heitir Ingimundarhús og þar bjó amma Ernu til tvítugs og vinnur fjölskyldan nú að því að koma því í upprunalegt horf.

„Ég fór ekki inn í þetta með neinar væntingar, nema þá bara að hafa gaman. Svo var ég endalaust að fylla á. Ég reyni að höfða til fólksins á svæðinu og vera með vörur sem ekki eru til hér, kannski svolítið koma með Reykjavík hingað austur.“


Heillandi að koma inn á heimili til að versla

Erna segir að það séu ekki einungis vörurnar sem lokka, heldur þyki viðskiptavinum mikil upplifun að fá að fara inn á heimili til þess að versla. Erna segir að vissulega hefði verið skemmtilegt að nefna verlunina Nóatún, en það hefði líklega skotið skökku við þar sem matvöruverslunin Nóatún er í Reykjavík. Hún hafi ákveðið nafnið Blóðberg í tengslun við náttúruna, en sjálf sé hallist hún að grænum lífsstíl.

Blóðberg2

 

Vinastund þarf ekki að kosta mikið

Erna er með margar skemmtilegar hugmyndir í kollinum sem hana langar að framkvæma á næstunni. Ein þeirra er að bjóða vinahópum eða öðrum sambærilegum á Seyðisfjörð, en hún segir að hvorki sé nauðsynlegt að fara langt eða kosta miklu til að gera eitthvað skemmtilegt með vinum eða vinnufélögum. Erna ræðir nánar um þetta sem og fleira í myndskeiðinu hér að neðan.“

Hér má sjá Facebooksíðu Blóðbergs. 

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.