Orkumálinn 2024

Breiðdælingar snarstoppa við regnbogamálaða götu Bláfells

Íbúar og gestum á Breiðdalsvík hefur í morgun orðið starsýnt á litríka stéttina framan við Hótel Bláfell. Hún var í nótt máluð í regnbogalitunum í tilefni Hinsegin daga.


„Við viljum sýna að allir séu velkomnir og við fögnum fjölbreytileikanum. Við fáum fullt af alls konar gestum og hjá okkur vinna bæði hommar og lesbíur,“ segir Friðrik Árnason, eigandi hótelsins.

Friðrik ásamt fjórum öðrum, sem ýmist starfa eða hafa starfað hjá Bláfelli, fór af stað í nótt og málaði rendurnar sem urðu tólf metra langar og fjögurra metra breiðar. Þær hafa vakið mikla athygli Breiðdælinga.

„Það er búið að mynda þetta í bak og fyrir í allan morgun. Bæjarbúar sem keyra fyrir framan hótelið snarstoppa, maður hefur haldið að sumir myndu snúa sig úr hálsliðnum.“

Hinsegin dagar eru haldnir í Reykjavík um helgina og ná hápunkti með gleðigöngu á morgun. Ekki eiga allir heimangengt í hana en á Seyðisfirði fer hýr halarófa um bæinn.

Aðspurður segir Friðrik að sumarið á Bláfelli hafi verið ágætt. „Það er ívið minni umferð en í fyrra en þá var líka sprenging. Maí var lélegur nú en ágúst er mjög góður.“

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.