Bleikur október hefst um helgina

Vatnaliljurnar á Fáskrúðsfirði efna til sundleikfimi og gönguferð til styrktar Krabbameinsfélagi Austfjarða á sunnudag á fyrsta degi bleiks október. Tónleikar og innanhússíþróttir eru einnig á dagskrá helgarinnar.

Þeir sem vilja hreyfa sig með Vatnaliljunum geta mætt við sundlaugina á Fáskrúðsfirði klukkan 10:45 á sunnudag. Í sundlauginni verður Fjóla Þorsteinsdóttir með sundleikfimi en aðrir geta farið í gönguferð um bæinn með Berglindi Agnarsdóttur.

Tekið verður við frjálsum framlögum sem renna óskipt til Krabbameinsfélag Austfjarða.

Um kvöldið klukkan 20:00 verður Bleik messa í Egilsstaðakirkju. Sólveig Heiðrún Stefánsdóttir segir þar frá reynslu sinni af krabbameini. Gestir eru hvattir til að mæta í bláu.

Kór Reyðarfjarðarkirkju og Fjarðadætur halda tónleika í Kirkju- og menningarmiðstöðinni á Eskifirði á sunnudag 15:30. Heimabakað bakkelsi verður það á boðstólunum.

Í Neskaupstað verður uppskeruhátíð Art Attack verkefnisins um helgina. Opnunargleði verður í Netagerðinni klukkan 17:00 þar sem sýnd verða dansatriði. Markmið helgarinnar er að fólk hittist og hafi gaman saman. Síðasti viðburðurinn er vöfflukaffi í Þórsmörk klukkan fjögur á sunnudag.,

Víðar verður dansað því Í Herðubreið á Seyðisfirði sýna nemendur LungA-skólans dansverk klukkan 16:30 í dag. Verkin hafa verið unnin í vikunni með danshöfundinum Sögu Sigurðardóttur.

Klukkan átta á laugardagskvöld verður sýnt í Sláturhúsinu á Egilsstöðum verkið Undir yfirborðinu sem  er finnskt-íslenskt dans-, tónlistar- og leiklistarverk. Verkið byggir á yfirborði byggir á sögu Guðrúnar Jónsdóttu, sögunni af konunni sem birtist sem draugur í vondu veðri. Á hverjum stað sem verkið er sýnt eru gestalistamenn úr heimabyggð. Á Egilsstöðum koma fram Alona Perepelytsia dansari og Arnaldur Máni Finnsson, fjöllistamaður.

Creedence Travelin‘ Band heldur tónleika í Valaskjálf á Egilsstöðum á laugardagskvöld. Sérstakir verða Birgir Haraldsson, söngvari úr Gildrunni og Elísabet Arna Gunnlaugsdóttir sem vakti mikla athygli fyrir trommuleik sinn á nýafstöðnum heiðurs Ronnie James Dio.

Þróttur hefur keppni í úrvalsdeild kvenna á morgun þegar liðið tekur á móti Völsungi. Leikurinn hefst klukkan tvö. Liðið hefur fengið til sín nýjan erlendan leikmann, Paulu del Olmo Gomez frá Spáni en misst þær Maríu Rún Karlsdóttir og Gígju Guðnadóttur.

Á laugardagskvöld milli sjö og tíu verður kynning á úrvalsdeildarliði Hattar í körfuknattleik. Þjálfarar og leikmenn kynna sig og spá í spilin fyrir keppnistímabilið sem hefst eftir viku.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.