Benjamín Fannar í yfirheyrslu: Fyrsta minningin um að stelast í tölvuna til að leggja kapal

Reyðfirðingurinn Benjamín Fannar Árnason er formaður Leikfélags Menntaskólans á Egilsstöðum sem í gærkvöldi frumsýndi verkið Eldhús eftir máli. Hann leikur einnig í sýningunni þannig að mikið hefur verið að gera hjá honum síðustu vikur.


„Þegar maður var ekki í skólanum var maður að gera eitthvað fyrir leikritið, redda ýmsu og gera alls konar skemmtilegt með frábæru fólki. Þ að er held ég það sem mér finnst skemmtilegast við leikhúsið, hvað maður fær að vinna með skemmtilegu fólki og kynnast öllu þessa frábæra fólki,“ segir hann.

Halldóra Malin Pétursdóttir leikstýrir verkinu en henni til aðstoðar er Sigurbjörg Lovísa Árnadóttir og Almar Blær Sigurjónsson. Fereykið hefur haldið utan um sýninguna sem flakkar um Austfirði í mánuðinum.

Fullt nafn: Benjamín Fannar Árnason

Aldur: 19 ára

Starf: Helgarstarfsmaður hjá Húsasmiðjunni Reyðarfirði

Maki: Því miður enginn maki

Börn: Engin

Hugbúnaður? Ég er rosalega virkur á Snapchat og Facebook en kiki líka stundum á Instagram

Fyrsta æskuminningin þín? Úff ég var alltaf að stelast í tölvuna hjá systur minni og fór að leggja kapal. Held það sé svona fyrsta sem ég man og var ekki nema fjögurra ára

Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Ég ætlaði að verða flutningabílstjóri eins og pabbi minn

Besta bók sem þú hefur lesið? Hungleikaröðin

Hver er þinn helsti kostur? Ég er mjög jákvæður og opinn fyrir öllu

Hver er þinn helsti ókostur? Ég er get verið rosalega latur og lengi að koma hlutum í verk en þegar ég kem mér í það þá vinn ég það alveg 100%

Hvert er uppáhalds lagið þitt? Ég á mér eiginlega ekkert uppáhaldslag en eins og er er það Brennum allt með Úlf Úlf

Nefndu þrennt sem þú átt alltaf í ísskápnum? Kókómjólkin er lykilatriði í ísskapnum. Skyr og Aquarius

Uppáhaldsdagur vikunnar og af hverju? Laugardagur því þá getur maður tekið því rólega

Markmið ársins 2016? Halda áfram að vera frábær

Syngur þú í sturtu? Ef ég hlusta á tónlist á meðan syng ég hástöfum

Hvaða kost í fari einstaklinga kannt þú helst að meta? Hreinskilni og jákvæðni

Hvað er leiðinlegasta húsverkið þitt og af hverju? Að þrífa... því ég er ofboðslega latur og nenni því ekki

Ef þú fengir að hitta hvaða persónu úr mannkynssögunni sem væri, hver yrði fyrir valinu? Johnny Depp án efa

Hver er þín helsta fyrirmynd? Almar Blær Sigurjónsson, fyrrum nemi Menntaskólans á Egilsstöðum

Ef þú gætir breytt einhverju í heiminum? Eins og hver sem er myndi segja, heimsfriður

Duldir hæfileikar? Ég hef ekki uppgötvað neina dulda hæfileika enn

Hvað ætlar þú að gera um helgina? Fagna frumsýningu með vinum mínum

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.