Orkumálinn 2024

Austurland.is opnar á morgun

Opinber heimasíða verkefnisins Áfangastaðurinn Austurland verður opnuð með viðhöfn á flugvellinum á Egilsstöðum á morgun. Því verður fylgt frekar eftir með viðburðum á Hönnunarmars um næstu helgi.


Heimasíðunni Austurlandi.is er ætlað að vera gátt inn í Austurland og er fyrir alla þá sem vilja leita sér upplýsinga um búsetukosti svæðisins, atvinnu og fjárfestingamöguleika. Síðast en ekki síst er síðan gátt fyrir gesti sem vilja heimsækja Austurland og fá nasasjón af austfirskum lífsstíl.

Austurland.is er ætlað að einfalda fólki og fyrirtækjum að leita hagnýtra upplýsinga um Austurland. Gáttin mun spila stórt hlutverk í að þjónusta austfirsk fyrirtæki og sveitarfélög við að þróa sameiginlega rödd Austurlands út á við og leggja grunn að stjórnun áfangastaðarins til framtíðar.

Athöfnin hefst klukkan 14:30 og eru allir velkomnir.


Austurland í Reykjavík

Í kjölfar opnunar heimasíðunnar á Austurlandi verður Áfangastaðarverkefnið og nýja heimasíðan kynnt á Hönnunarmars föstudaginn 24.mars kl. 18.30 á KEX Hostel í Reykjavík.

Um hádegi sama dag hefst „Make it happen again” á Kex Hostel og stendur fram undir niðnætti. Pecha Kucha örfyrirlestrar og fjölbreytt hönnunarverkefni verða til sýnis ásamt tónlistaratriðum frá austfirskum tónlistarmönnum m.a. Prins Póló.

Kex Hostel býður uppá hádegis- og kvöldverðarmatseðil með austfirsku ívafi undir Austfirðingsins Ólafs Ágústssonar.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.