Orkumálinn 2024

„Alltaf róandi að leggjast í mosabing“

Samskiptahönnuðurinn Ingunn Þráinsdóttir hannar vörulínu undir nafninu Mosi. Hún segist hafa haft áhuga á hönnun síðan hún man eftir sér. Að austan á N4 heimsótti Ingunni fyrir jól.
„Þetta er svolítið „skitsofreniu-lína“ – allskonar pappírsvörur, svo eru líka allskonar dúkar og viskustykki, púðar og bara ýmislegt sem mér dettur í hug,“ segir Ingunn um vörulínu sína Mosi. Ingunn var áður með línuna Flóra en segir að tími hafi verið kominn til þess að stokka upp og breyta til.

Alin upp í pappír
Ingunn segir hönnunaráhuga sinn megi rekja til þess að hún er að miklu alin upp í fyrirtæki foreldra sinna, Héraðsprent. „Ég er alin upp í Héraðsprent sem er mjög skapandi vinnustaður - ég fæddist inn í það og var þar mikið sem barn, hjálpa til, raða blöðum og var alltaf á kafi í pappír. Mamma og pabbi voru alltaf að gera eitthvað, búa eitthvað til,“ segir Ingunn og segir að slíkt umhverfi hafi mótandi áhrif.

Vildi tengja línuna áfram við náttúruna
Nafnið Mosi vekur athygli. „Mér hefur alltaf þótt ótrúlega kósí að leggjast í mosabing. Ég fer mikið út í náttúruna og það er eitthvað við það að liggja í mosa sem er svo róandi. Mig langaði til að tengja nafnið á línunni áfram í náttúrúna. Mosi er planta sem allir hafa svona kósí tengingu við. Hann er líka harðger og vex hægt, eins og með allan svona rekstur, þetta gerist hægt og maður þarf að hafa svolitla þrautseigju,“ segir Ingunn.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.