Allt markaðsefni hátíðarinnar eftir Aron Kale í ár

Héraðsbúinn Aron Kale hefur verið tilnefndur listamaður ársins 2018 í List á landamæra, en verk eftir Aron munu prýða allt markaðsefni hátíðarinnar í ár.


Aron Kale hefur verið virkur þátttakandi í List án landamæra á Austurlandi og hefur bæði haldið einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga.

Aron vinnur bæði málverk og blýantsteikningar og á heimasíðu Listar án landamæra segir að manneskjan og tilveran séu honum oft hugleikin í verkunum og að hann noti myndlistina sem nokkurskonar úrvinnslu á hversdeginum.

List án landamæra hefur verið haldin síðan árið 2003, en í ár verður hún dagana 3. - 13. maí.

Portret eftir Aron Kale

Þrjú portrait-verk eftir Aron Kale. 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.