Álfahöfuðborginni Borgarfirði hampað í indónesísku dagblaði

Borgarfjörður eystra er einn af fimm eftirverðustu stöðum landsins að mati blaðamanns indónesíska ritsins Jakarta Post. Eftir að hafa eytt átta dögum í töfrandi landslagi Íslands er blaðamaðurinn hættur að furða sig á álfatrú Íslendinga.


Auk Borgarfjarðar eru Þingvellir, Eldhraun, Jökulsárlón og Reynisfjara á listanum yfir staði sem þeir sem heimsækja landið í fyrsta sinn verða að sjá.

Borgarfirði er lýst sem einangruðu 120 manna þorpi. Leiðinni þangað er lýst sem erfiðri en vel þess yfir Vatnsskarðið og eftir Njarðvíkurskriðunum þar sem litrík fjöllin og drungalegir klettar blasi við í fjarska.

Borgarfjörður er kynntur til sögunnar sem „álfahöfuðborg“ Íslands og gengið út frá Álfaborginni þar sem íslenska álfadrottningin er sögð eiga heima.

Blaðamaðurinn hrósar fiskisúpunni á Álfakaffi og útsýnisstöðunum í Hafnarhólma þar sem hægt er að fylgjast með lundanum vernda hreiður sín og veiða sér til matar. „Það er reynsla sem við gleymum ekki í bráð.“

Blaðamaðurinn tekur fram að listinn yfir staðina sé ekki tæmandi og eftir að hafa farið í gegnum þetta töfrandi landslag sé ekki undarlegt að fjöldi Íslendinga trúi á álfa, tröll og fleiri ímyndunarverur.

The Jakarta Post er gefið út bæði sem dagblað og á neti. Það hefur starfað í yfir 30 ár og er útbreiddasti fjölmiðillinn sem skrifaður er á ensku í Indónesíu. Blaðið er ætlað ferðamönnum og efri stéttum þar í landi.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.