„Ætlum að sjálfsögðu að gera okkar allra besta“

„Bekkjakerfið heillar mig auk þess sem mér finnst MA spennandi skóli,“ segir Djúpavogsbúinn Ragnar Sigurður Kristjánsson, sem keppir í kvöld fyrir hönd Menntaskólans á Akureyri í undanúrslitum Gettu betur.

Þetta annað árið í röð sem Ragnar er í liðinu, en hann útskrifast úr skólanum í vor. Auk Ragnars skipa liðið þau Sölvi Halldórsson og Sabrina Rosazza, en hún bjó einnig á Djúpavogi um tíma.

Í kvöld mæta þau liði Fjölbrautarskólans í Garðabæ. MA komst einnig í undanúrslit í fyrra þar sem það tapaði fyrir liði Kvennaskólans sem vann keppnina. Liðið vann keppnina síðast árið 2006.

„Ég hef alltaf haft gaman af spurningakeppnum og að taka þátt í þeim sjálfur. Mitt sérsvið má kannski segja að sé á íslenskri sögu, landafræði og stjórmálum. Andinn í liðinu er mjög góður og höfum við verið að æfa öllum stundum síðustu viku. Við erum að mæta mjög sterku liði í kvöld en ætlum að sjálfsögðu að gera okkar allra besta,“ segir Ragnar sem hvetur alla að vera rétt stillta klukkan 20:15.





Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.