„Ég og þessar blessuðu þvottavélar eigum ekki alveg samleið"

guðjón birgir2Guðjón Birgir Jóhannsson stendur fyrir glæsilegum jólatónleikum í Neskaupstað eftir rúma viku. Hann er nú í yfirheyrslu vikunnar.

Guðjón Birgir eru eigandi Hljóðfæraleigu Austurlands, sem er alhliða viðburðafyrirtæki. Hann stofnaði hana fyrir sex árum ásamt Þorvaldi Einarssyni, en er einn í rekstrinum í dag.

Guðjón Birgir segir miðasölu á tónleikana Jólafrið 2015 ganga mjög vel, en þeir verða haldnir í íþróttahúsinu í Neskaupstað laugardaginn 5. desember næstkomandi.

„Miðarnir rjúka út og það er ekki annað að heyra að fólk sé mjög spennt fyrir þessum tónleikum," segir Guðjón Birgir, en fréttina um tónleikana má sjá hér.

Fullt nafn: Guðjón Birgir Jóhannsson.

Aldur: 30 ára.

Starf: Verkefnastjóri/hljóðmaður.

Maki: Rósa Dröfn Pálsdóttir.

Börn: Jóhann Páll 7 ára og Elísa Dröfn 3 ára.

Uppáhalds lagið þitt? Ég á mér nú kannski ekki uppáhalds lag, enda hlusta ég á rosalega mikið af tónlist, en ég er að hlusta mikið á Snarky Puppy þessa daganna. Alla aðra daga hlusta ég mest á country.

Hvað bræðir þig? Börnin mín.

Dulinn hæfileiki? Ég get flautað í tveimur tónum, í einu!

Dæmigerður vinnudagur? Þeir eru aldrei eins, en ég vinn mikið í stuttan tíma í einu með hópum, að leiksýningum, tónleikum, árshátíðum og öðrum viðburðum, það er alltaf eitthvað að gera.

Settir þú þér áramótaheit og hélstu það? Nei, en meira svona áramótakjörorð, Fókus!

Hver er þín helsta fyrirmynd? Pabbi minn, allan daginn.

Hvaða kost í fari einstaklinga kannt þú helst að meta? Hreinskilni, það er nauðsynlegt að segja hlutina eins og þeir eru.

Hvað er leiðinlegasta húsverkið þitt og af hverju? Ég og þessar blessuðu þvottavélar eigum ekki alveg samleið. Ótrúlega flókið verkfæri, alltof margir takkar.

Hvað stendur upp úr á árinu 2015? Ég er búin að vinna með rosalega mikið af flottu tónlistarfólki þetta árið, ég get eiginlega ekki valið einn viðburð, en árið 2015 stendur klárlega uppúr.

Hver er þinn helsti kostur? Hreinskilinn.

Hver er þinn helsti ókostur? Hreinskilinn.

Hvað borðar fjölskyldan á aðfangadagskvöld? Við borðum Purusteik og ég verð svangur við það eitt að hugsa um það.

Ef þú fengir að hitta hvaða persónu úr mannkynssögunni sem væri, hver yrði fyrir valinu? Ætli ég myndi ekki vilja eiga góðar samræður við hann afa minn heitin, Guðjón Marteinsson.

Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú varst lítill? Ég ætlaði alltaf að vera hljóðmaður held, ég hef alltaf verið heillaður af hátölurum, var snemma farin að skemma hátlaranna heima og safna saman allskonar dóti og tengja það allt saman. Það má telast heppni að ég hafi aldrei kveikt í heimilli foreldra minna með því að snúa saman víra og það var oft vond brunalykt í herberginu mínu.

Mesta afrek? Börnin mín, þau eru stórkostleg. Og fyrirtækið mitt, ég er mjög stolltur af þeim árangri sem við höfum náð.

Ertu nammigrís? Já, ég get ekki neitað þessu.

Draumastaður í heiminum? Ég kann rosalega vel við mig heima hjá mér, enda er ég ekkert rosalega oft þar.

Markmið ársins 2016? Gera betur, fleiri viðburði og vera meira með fjölskyldunni minni.

Af hverju ætti fólk að mæta á Jólafrið? Því að dagskráin er frábær! Flottir söngvarar.


Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.