Jólaundirbúningur í algleymingi um helgina

grylugledi skriduklausturFjórðungurinn er að komast í jólaskap og viðburðir helgarinnar helgast af því, en menningarlífið verður einstaklega líflegt.

Esther flytur Mahaliu Jackson á Eskifirði

Esther Jökulsdóttir verður með tónleika í Kirkju- og menningarmiðstöð Austurlands á Eskifirði í kvöld.
Þar mun Esther flytja jólaprógrammiðið sitt, með tónlist Mahaliu Jackson, sem hún hefur gert á hverri jólaföstu síðan 2007. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00.


Vegareiði í Sláturhúsinu

Vegareiðin fer fram í Sláturhúsinu á laugardag. Fram koma í ár þrjár ungar og efnilegar hljómsveitir af Austurlandi, auk einnar efnilegustu hljómsveitar landsins. Þtta eru Alkalí frá Neskaupsstað, Misty frá Hornafirði, Murmur frá Egilsstöðum og svo Lucy in blue frá Reykjavík.

Nánari upplýsingar um viðburðinn má nálgast hér.


Grýlugleðin á Skriðuklaustri

Árviss Grýlugleði verður haldin á Skriðuklaustri á sunnudag, en er þetta í sextánda sinn sem hún verður haldin og von á því að enn eina ferðina láti hjónakornin úr Brandsöxlinni sjá sig, öllum til armæðu.

Gleðin hefst klukkan 14:00 og er aðgangur ókeypis en eftir skemmtunina er jólakökuhlaðborð hjá Klausturkaffi.


Kammerkór Egilsstaðakirkju með aðventutónleika

Kammerkór Egilsstaðakirkju heldur aðventutónleikana „Friður ríkir, fellur jólasnjór" á sunnudaginn. 17:00 í Egilsstaðakirkju. Kórinn flytur Laudate dominum & Missa brevis í B-dúr eftir Mozart ásamt kammersveit auk íslenskra & erlendra jólaperla.
Tónleikarnir hefjast klukkan 17:00.


Jólaundirbúningur í Óbyggðasetri Íslands

Upplifðu gamla jólaandann í notarlegu umhverfi með klassískum jólalögum, jólaföndri og bakkelsi um helgina.
Í baðstofunni gefst kostur á því að föndra jólaskraut- og kort undir leiðsögn Ágústu Karlsdóttur handavinnukennara.
Jólamyndataka í einstöku umhverfi, hádegismatseðill og aðventukaffi.

Nánari upplýsingar má nálgast hér.


Rithöfundalestin

Árviss rithöfundalest fer um Austurland helgina og í henni verða verða kunnir höfundar með nýjustu verk sín, ásamt austfirskum höfundum og þýðendum. Viðkomustaðir eru fjórir að þessu sinni.

Lesið verður í Kaupvangskaffi á Vopnafirði á föstudagskvöldið klukkan 20:30. Á laugardaginn klukkan 14:00 verða höfundarnir á Skriðuklaustri í Fljótsdal og um kvöldið lesa þeir í Skaftfelli á Seyðisfirði klukkan 20:30. Lestin staðnæmist svo í Safnahúsinu í Neskaupstað á sunnudag klukkan 14:00, þar sem lokaupplestrarnir fara fram.

Fréttina í heild sinni má sjá hér. 


Jólaljósin ljóma í Fjarðabyggð

Kveikt verður á jólatrjánum í Fjarðabyggð á eftirtöldum dögum. Jólalög, jólasveinar og einstök jólastemning fyrir alla fjölskylduna.

  • Mjóifjörður föstudagur klukkan 17:00
  • Fáskrúðsfjörður laugardagur klukkan 17:00
  • Stöðvarfjörður laugardagur klukkan 17:00
  • Eskifjörður laugardagur klukkan 16:00
  • Reyðarfjörður sunnudagur klukkan 16:00
  • Neskaupstaður sunnudagur klukkan 17:00

Skemmtilegheit í Djúpavogshreppi

Mikið er um að vera á Djúpavogi alla helgina, eins og krakkabíó, félagsvist og jólatréstendrun. Sjá nánar hér.


Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.