Dráttarvélar á Íslandi – Áfram veginn

drattavelar a islandiÚt er kominn fjórði DVD diskur þeirra Hjalta Stefánssonar og Heiðar Óskar Helgadóttur um dráttavélar á Íslandi.

Á ferðum sínum um landið, sumarið 2015, hittu þau m.a. eldri herramann á Dalvík sem fer allra sinna ferða á Ford 3600.

Í Hippakoti eiga bræður tveir athvarf fyrir sig og sínar vélar og í smáíbúðarhverfinu í Reykjavík má finna nýuppgerðan Bautz.

Á bæ einum í Vatnsdal má finna MF100 línuna og í Svínadal er Zetor í hávegum hafður.

Safnararnir í Seljanesi skipa stóran sess í hugum áhugamanna um dráttarvélar. Loksins náðist í þá alla saman og komum við ekki að tómum kofanum þar.

Nýjasta búvélasafn landsins var opnað með viðhöfn hjá Sigmari í Lindabæ í Skagafirði og fylgst var með þegar gömlum dráttarvélum var ekið hringinn í kringum landið, annars vegar Ferguson vinir og hins vegar hjónin Júlía og Helgi á Farmall Cub.

Í Leiðarhöfn í Vopnafirði er Ferguson búinn að vera í notkun í 62 ár og litið er á gömlu vélarnar sem eru í Svínafelli í Nesjum.

Í Dragasetrinu er Kristján Bjartmarsson að gera upp Centaur frá 1934 sem er í eigu Þjóðminjasafnsins og á Egilsstöðum er Scania Vabis vörubíll nýuppgerður sem bara varð að fá að vera með.

Á disknum má heyra af því hvernig Vigdís í Eyjafirði endurheimti Porche vélina sem faðir hennar keypti fyrir hálfri öld.

Á þessari upptalningu má sjá að þarna kennir ýmissa grasa og flestum tegundum dráttarvéla bregður fyrir við fjölbreyttar aðstæður, en á diskinum eru 20 innslög og 29 viðmælendur.

HS Tókatækni er fyrirtæki Hjalta Stefánssonar og Heiðar Óskar Helgadóttur. Hjalti er landsmönnum að góðu kunnur sem myndatökumaður RÚV-Sjónvarpsins á Austurlandi á árunum 1999 – 2012 þar sem hann sá að mestu leyti um myndatökur og klippingar.

Frá 2012 hefur hann m.a. myndað með Gísla Sigurgeirssyni fyrir þáttinn Glettur á Austurlandi fyrir N4. Heiður Ósk Helgadóttir, einnig kunn af störfum sínum fyrir Sjónvarpið í áratugi, sér um hljóðvinnslu og grafík. Dagskrárgerð disksins er alfarið í þeirra höndum. Sem fyrr er það Jens Kr. Þorsteinsson hjá Jennafilm í Kópavogi sem sér um að koma efninu á diska og fjölföldun þeirra.

Verðið á disknum er 4.000 kr. m/vsk og mun salan fyrst og fremst fara fram í beinni sölu frá framleiðanda með tölvupósti á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og í síma 471 3898.


Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.