Engispretta er undarlegasti maturinn

rebekka karlsdottir2Rebekka Karlsdóttir, fjallaði ásamt fleirum um framtíð Pésans í vikunni sem leið. Rebekka er nú einnig í yfirheyrslu vikunnar.

Rebekka er þriðja árs nemi við Menntaskólann á Egilsstöðum og sitjandi formaður nemendafélagsins. Hún er einnig í MORFÍs liði skólans ásamt því að taka virkan þátt í störfum Femínistafélagsins.

„Það er alveg brjálað að gera í þessu öllu saman en á sama tíma ótrúlega skemmtilegt. Við stöndum fyrir fullt af viðburðum, stórum sem smáum, en málþingið um Pésann, slúðurblaðs ME, hefur þó vakið mesta athygli.

Pésafundurinn gekk mjög vel, en það mættu rúmlega 60 manns og sköpuðust frábærar umræður. Nú er samhljómur í fólki að leggja niður Pésann í þeirri mynd sem hann er, semsagt taka úr honum allt slúður og þess háttar.

Ekki voru allir sammála um hvort það ætti að halda núverandi nafni eða byrja algjörlega frá grunni, en við stefnum að því að hafa umræðukvöld, eða svokallað „World Café" í næstu viku þar sem öllum nemendum gefst kostur á því að koma að mótun hins nýja Pésa.

Mér finnst vera mikill samhugur í fólki að vinna saman að því að gera þetta að flottu blaði sem við getum verið stolt af. Lokavinnan liggur svo í höndum Helgu Jónu, ritstýru og ritnefndarinnar að útfæra þetta og ég bíð spennt eftir útkomunni"

Umfjöllun Austurfréttar um Pésann má sjá hér.

Fullt nafn: Rebekka Karlsdóttir.

Aldur: 18 ára.

Starf: Þjálfa fimleika hjá Fimleikadeild Hattar með skóla.

Maki: Nei.

Börn: Nei.

Þín helsta fyrirmynd? Systur mínar.

Trúir þú á karma? Pæli ekki mikið í svona, þannig að nei.

Mesta undur veraldar? Mesta undur sem ég hef séð með berum augum er El Capitan kletturinn í Yosemite þjóðgarðinum í Kaliforníu.

Undarlegasti matur sem þú hefur smakkað? Engispretta, ef það telst sem matur.

Besta bók sem þú hefur lesið? Get ekki valið eina sem er best, en Harry Potter bækurnar eru alltaf uppáhalds.

Hvað ætlar þú að verða? Skipti um skoðun á viku fresti svo það er ómögulegt að segja eitthvað eitt, lengi vel var draumurinn að verða forseti en held ég sé hætt við það, Óli hættir örugglega aldrei.

Ef þú ætlar að tríta þig vel, hvað gerir þú? Fæ mér M&M peanutbutter og horfi á góðan þátt undir sæng.

Hvaða árstíð heldur þú mest upp á og af hverju? Get ekki gert upp á milli sumarsins og haustsins. Á sumrin er svo bjart og enginn skóli, og svo eru haustlitirnir líka svo fallegir og það er alltaf gaman þegar skólinn byrjar aftur.

Ef þú fengir að hitta hvaða persónu úr mannkynssögunni sem væri, hver yrði fyrir valinu? Ég væri mjög mikið til í að hitta Malölu (veit ekki hvernig þetta fallbeygist), hún er svo kúl og alveg búin að skrifa sig í sögubækurnar.

Hvaða kost í fari einstaklinga kannt þú helst að meta? Hreinskilni.

Hvað langar þig að fá í jólagjöf? Hund!

Staðalbúnaður? Tyggjó.

Hver eru þín helstu áhugamál? Hef áhuga á svo mörgu að ég er alltaf á kafi í einhverju – fimleikar, félagsstörf, útivist og umhverfismál og bara flest allt sem snýr að ungu fólki og okkar málefnum.

Hvernig myndir þú lýsa fatasmekknum þínum? Bara frekar basic.

Mesta afrek? Myndi segja að það væri að fá Helga Ómar til að mæta á MORFÍs keppni á Grundarfirði, í ME-bol.

Ertu nammigrís? Já, mjög mikill.

Duldir hæfileikar? Hef enga dulda hæfileika, er alveg í hina áttina, en ég er afburðarléleg í venjulegum hlutum eins og að blikka og blístra.



Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.