„Okkar strandhögg í höfuðstaðnum í jólabókaflóðinu"

sigga lara fortitudeHöfundar og þýðendur af Austurlandi heimsækja höfuðborgina, taka þátt í árlegri Bókamessu í Ráðhúsi Reykjavíkur og bjóða upp á bókmenntastund á Tjarnarbarnum í Tjarnarbíói.

Sigríður Lára Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri bókaforlagsins Bókstafs, segir að þú það sé að mörgu leyti kostur að starfa úti á landi, þá sé meirihluti markaðarins í Reykjavík og því mikilvægt að halda upplestra þar fyrir jólin.

„Við höfum samstarf við nokkra austfirska höfunda sem gefa sig út sjálfir, eða eru hjá öðrum forlögum. Þegar við fórum að skoða hvaða helgar væru heppilegar til þess að leggja land undir fót, þá datt Bókamessan í Ráðhúsi Reykjavíkur upp í hendurnar á okkur.

Það varð því úr að við förum suður um helgina, verðum saman með bás, dreifum okkur um alla messuna og höldum síðan þessa upplestrarhátíð, Austanvind, á Tjarnarbarnum í Tjarnarbíó í beinu framhaldi af lokum messunnar á sunnudaginn.

Þetta verður svona okkar strandhögg í höfuðstaðnum í jólabókaflóðinu. Síðan komum við bara austur aftur og sinnum heimamarkaðnum fram að jólum. Það verður mikið að gera í upplestrum hjá okkur á næstunni," segir Sigríður Lára.

Á boðstólum verður eitthvað fyrir alla.

Ljóð
  • Lubbi klettaskáld les úr fimmtu ljóðabók sinni, Skapalón.
  • Urður Snædal les úr fyrstu ljóðabók sinni, Píslirnar hennar mömmu.

Börn og ungmenni
  • Davíð Þór Jónsson les úr unglingaabók sinni, Mórún.
  • Sigurlaug Gunnarsdóttir les úr þýðingu sinni, Skref fyrir skref eftir Louis Sachar.

Skáldævisaga
  • Ásgeir Hvítaskáld les upp úr öðru bindi skáldævisögu sinnar, Á flótta undan vindinum.

Ferðasaga
  • Unnur Sveinsdóttir les úr ferðabók sinni og Högna Harðarsonar, Vegabréf, vísakort og lyklar að hjólinu.

Kynjafræði
  • Ingunn Snædal les upp úr þýðingu sinni á bókinni Eins og stelpa eftir Emer O'Toole.

Skáldsögur
  • Sigríður Lára Sigurjónsdóttir les úr þýðingu sinni á nýjustu bókinni um Önnu í Grænuhlíð, Anna í Asparblæ eftir L.M. Montgomery.
  • Sigurlaug Gunnarsdóttir les úr þýðingu sinni á Er einhver þarna? Eftir Marian Keyes.


Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.