Nýr í Útsvarinu: Svekktur að fá ekki spurninguna um stólana hans Arne Jacobsen

hrolfur eyjolfsson 2010Hrólfur Eyjólfsson er einni nýliðinn í Útsvarsliði Fljótsdalshéraðs sem hefur keppni gegn Reykjavík í kvöld. Reikna má með harðri keppni liðanna sem mættust í úrslitum í fyrra.

„Ætli það verði ekki að vera hefndarþorsti í liðinu. Það er alltaf erfitt að mæta ríkjandi meisturum á heimavelli en af hverju ættum við ekki að geta unnið," spyr Hrólfur.

Hann tekur sæti Eyjólfs Þorkelssonar í liðinu en áfram eru Þorsteinn Bergsson og Björg Björnsdóttir. Hrólfur er þó ekki óvanur spurningakeppnum því hann var í Gettu betur liði Menntaskólans á Egilsstöðum sem komst í undanúrslit árið 2010.

Hrólfur, sem bjó í Danmörku áður en hann fluttist með foreldrum sínum austur á Hérað, vakti nokkra lukku í þeim keppnum með því að svara spurningu á Danmörku auk þekkingar á danskri hönnun.

„Spurningin sem ég vildi fá var í síðustu keppni, um stólana hans Arne Jacobsen. Ég var svekktur að ég skildi missa af henni."

Hann segir undirbúninginn fyrir keppni kvöldsins hafa verið hóflegan. „Ég horfði á síðustu keppni til að sjá hvað spurningahöfundarnir væru að spyrja um og leist vel á.

Við tókum eina leikæfingu um daginn, annars hefur maður verið að fylgjast með fréttum og rifja upp það sem maður á að vita. Ætli ég hafi ekki gleymt meiru heldur en ég þori að viðurkenna?"

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.