Menning, tækni og íþróttir um helgina

brot ur sogu baejarNóg verður um að vera í fjórðungnum um helgar.

Eins og við greindum frá fyrr í vikunni verður Tæknidagur fjölskyldunnar haldinn í Verkmenntaskóla Austurlands á morgun, laugardag. Dagurinn er sem fyrr tileinkaður tækni, vísindum, sköpun og þróun á Austurlandi og miðast dagskráin við alla aldurshópa. Sjá nánar hér.

Nóg verður um að vera í Menningarmiðtöð Fljótsdalshérað á laugardag. Agniezka Sosnowska opnar ljósmyndasýningu og einleikurinn Þú kemst þinn veg verður sýndur í frystiklefanum annað kvöld. Nánar má lesa um viðburðina hér.

Creedence Travelling band verður með tónleika í Valaskjálf á Egilsstöðum á laugardagskvöld klukkan 22:00.

Möguleikhúsið er á ferðinni með sýninguna Eldklerkurinn, um Jón Steingrímsson og Skaftáreldana. Fyrsta sýning á Austurlandi er í Djúpavogskirkju á sunnudagskvöldið klukkan 20:00.

Heimildarmyndin Brot úr sögu bæjar verður sýnd á Fáskrúðsfirði. Austurfrétt fjallaði um myndina eins og má lesa um hér.

Blakið er komið á fulla ferð og verða bæði meistarafélagslið Þróttar á ferðinni um helgina. Kvennaliðið spilar við Þrótt RVK í Kennaraháskólanum klukkan 18:00 á föstudag, en karlaliðið mætir Stjörnunni í Ásgarði klukkan 21:00.

Bæði liðin mæta Stjörnunni úr Garðabæ á laugardag. Kvennaliðið klukkan klukkan 11:30 og karlaliðið kl. 13:30. Athugið, báðir laugardagsleikirnir verða sýnidir í beinni útsendingu á sporttv.is.

Önnur helgi höfundasmiðjunnar Okkar eigin verður haldin í Fellabæ um helgina. Umfjöllun um höfundasmiðjurnar má sjá hér og nánari upplýsingar má nálgast hér.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.