Orkumálinn 2024

„Ég veit alltaf hvað klukkan er": Alfa Freysdóttir í yfirheyrslu

alfa freysdottir webEins og Austurfrétt greindi frá í byrjun vikunnar þá hlaut Rúllandi snjóbolti árleg menningarverðlaun SSA sem afhent voru á Djúpavogi.

Verkefnastjóri sýningarinnar er Alfa Freysdóttir og er hún í yfirheyrslu vikunnar.

Alfa er bæði sálfræðimenntuð og með masterspróf í innanhússarkitektur frá Academy of Art University í San Francisco. Í dag rekur hún hönnunarstúdíóið Grafít með Rán systur sinni sem einnig er innanhússarkitekt.

Rúllandi snjóbolti er CEAC (Chinese European Art Center) í Xiamen í Kína og Djúpavogshrepps.

„Sem verkefnastjóri sá ég um samskipti við CEAC, við fjölmiðla og listamennina auk þess sem halda utan um uppsetningu á sýningarrýminu. Verkefnið er hugarfóstur Sigurðar Guðmundssonar listamanns og Ineke konu hans. Þau eru mjög vel tengd í listaheiminum, ekki bara hér heima, heldur um heim allan.

Á sýningunni í ár voru sýnd verk eftir 26 alþjóðlega listamenn og þar á meðal voru heldur betur stór nöfn, t.d. Guido van der Werve, Bjørn Nørgaard, Bård Breivik og Ragnar Kjartansson. Snjóboltinn er kominn til að vera og hefur komið Djúpavogi á kortið."

Fullt nafn: Alfa Freysdóttir.

Aldur: 33 ára.

Starf: Innanhússarkitekt.

Maki: Hörður Ingi Þórbjörnsson.

Börn: Engin.

Hvernig myndir þú lýsa þínum fatastíl? Stílhreinn og svolítið mikið svart.

Hvað er í töskunni þinni? Allt of mikið! Gleraugu, sólgleraugu, dagbókin, peningaveski, gloss, penni, annar gloss, naglaþjöl og sími.

Hvað langar þig að fá í jólagjöf í ár? Mig langar til dæmis í hálsmen eftir Bonnie Rüppell.

Mesta undur veraldar? Norðurljósin á Austurlandi.

Hver er þinn helsti kostur? Skipulagshæfni.

Hver er þinn helsti ókostur? Skipulagshæfnin getur orðið fanatísk.

Ef þú ætlar að tríta þig vel, hvað gerir þú? Ferðast á ókunnan stað og borða góðan mat.

Hvaða árstíð heldur þú mest upp á og af hverju? Haustið er algjört uppáhalds. Litirnir í náttúrunni eru sjúklega fallegir og þá er farið að dimma og tilvalið að kveikja á kertum.

Settir þú þér áramótaheit? Nei.

Hver er þín helsta fyrirmynd? Íslenska konan. Hún getur menntað sig, eignast börn og átt sér starfsframa án þess að eitt aftri hinu. Kjarnakona!

Ef þú gætir breytt einhverju í heiminum? Jafnrétti þjóða, einstaklinga, kynþátta og kynhneigða.

Topp þrjú á þínum „bucket list"? Heimsreisa, hjálparstarf og hanna hið fullkomna sjálfbæra hús.

Hvernig er tónlistarsmekkurinn þinn? Hann er breiður, ég grúska töluvert í tónlist en í uppáhaldi er 80's synth pop.

Duldir hæfileikar? Ég veit alltaf hvað klukkan er.

Trúir þú á yfirnáttúrulega hluti? Jájá.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Hreindýraborgari a la Hörður.

Eftirlætis hönnunarstíll? Í innanhússarkitektúr eru það helst Scandinavian Modern, Minimalistic og Modern.


Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.