Fluttu í bílskúrinn vegna Hjartasteins

helgi hlynurHelgi Hlynur Ásgrímsson og fjölskylda leigðu húsið sitt undir tökur á kvikmyndinni Hjartasteinn hófust á Borgarfirði um miðjan mánuðinn og búa sjálf í bílskúrnum á meðan.

Áætlað er að seinasti tökudagur Hjartasteins verði í október, en kvikmyndin er svokölluð þroskasaga og lauslega byggð á æskuminningum leikstjórans Guðmundar Arnar Guðmundssonar sem ólst upp á Þórshöfn.

Anton Máni Svansson, aðalframleiðandi myndarinnar, segir tökur ganga vel og heimamenn hafi tekið þátt í verkefninu og lagt hönd á plóg við ýmislegt. Það gera þau Helgi Hlynur Ásgrímsson og kærasta hans, Svandís Egilssdóttir, svo sannarlega – en hús þeirra, Ásbyrgi og Svalbarð verða nýtt sem tökustaðir myndarinnar.


Bekkurinn þröngt skipaður í sumar

Helgi Hlynur segir aðstandendur myndarinnar hafa komið á Borgarfjörð síðastliðinn vetur til þess að finna ákjósanlega tökustaði. Húsin þeirra voru valin og varð það til þess að þau fluttu í bílskúrinn.

„Húsin pössuðu mjög vel við þær hugmyndir sem unnið verður út frá, nema að því leiti að þau standa hlið við hlið sem þau eiga ekki að gera í myndinni, þannig að það er annað hús sem „leikur" Svalbarð að utan," segir Helgi Hlynur.

Helgi Hlynur og Svandís hafa komið sér vel fyrir í bílskúrnum þar sem þau munu búa næstu fjóra mánuði. „Það er þokkalega rúmt um okkur eftir að elstu krakkarnir fóru að heiman í skóla. Það verður þó að viðurkennast að bekkurinn var ansi þröngt skipaður í sumar meðan allir voru heima."


Lífgar upp á samfélagið

Helgi Hlynur telur verkefni á við þetta vera jákvætt fyrir samfélagið. „Það er mjög gaman að fá að gæjast inn í þennan heim og þetta lífgar svo sannarlega upp á bæinn, sérstaklega þegar fer að hausta og ferðamönnum fækkar. Ég veit svo sem ekki hvort gerð myndarinnar komi til með að hafa einhverja sérstaka þýðingu fyrir samfélagið fyrir utan hve skemmtilegt þetta er, en það skiptir mestu máli. Það væri nú ekki verra ef Borgarfjörður kæmist enn betur á kortið og hann gerir það áreiðanlega þegar Hjartasteinn fær óskarinn."






Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.