Hefur gengið með Mórúnu í kollinum lengi

david thor morun10Davíð Þór Jónsson, héraðsprestur Austurlandsprófastdæmis, er að senda frá sér fantasíuskáldsöguna Mórún - Í skugga skrattakolls. Fyrir hefur Davíð Þór gefið út tvær ljóðabækur og eina vísindaskáldsögu.

Bókin fjallar um Mórúnu Hróbjarts álfamær og bogliðaforingja. Davíð Þór segist hafa gegnið nokkuð lengi með hugmyndina í kollinum, en lét til skarar skríða í fyrra vor.

„Mig hafði alltaf langaði til þess að skrifa fantasínu. Ég var svo staddur í Bókakaffi í Fellabæ og rakst þar á bók sem ég las þegar ég var unglingur. Ég las hana aftur og þótti það svo skemmtilegt. Bókin sem slík var reyndar slæm, sagan var heimskuleg og vaðandi í kynþáttafordómum og karlrembu. Ég sá að ég vildi skrifa svona bók, mínus það slæma," segir Davíð Þór.

„Mig langaði einnig til þess að skrifa fantasíu sem væri á skjön við þær sem verið er að gefa út, sem oftar en ekki eru miklir doðrantar, epísk þrekvirki og afar dýrar út úr búð. Ég vildi að mín fantasía yrði neysluvara, ekki gjafavara – eitthvað sem fólk gæti látið eftir sér að kaupa af því það langaði til þess að lesa hana. Hún kemur út í kilju og kostar innan við 3000 krónur og fæst í sjoppum. Ég vil heldur ekki að fólk nálgist hana með lotningu eða sem listmun, heldur sem skemmtilega afþreyingu sem er þó full af góðum boðskap.

Hins vegar langaði mig til þess að skrifa fantasíu sem aðalsöguhetjan væri kona sem og allar helstu persónur líka. Fantasían er ákveðin speglun á miðaldaheimi Evrópu og ef ímyndunaraflið getur náð til þess að umhverfið sé uppfullt af drekum og tröllum ætti það þá ekki að ná til þess að kynhlutverkin væru öðruvísi, þar sem konur og karlar stæðu jafnfætis í hernum? Úr varð „ókarlhverf" fantasía sem er stutt, hnitmiðuð og rússíbanareið frá upphafi til enda. Ekki þarf heldur að byrja á því að lesa mörg hundruð blaðsíðna baksögu eða goðafræði í upphafi, heldur kynnist lesandinn sagnaheiminum gegnum frásögnina."


Von á fleiri bókum um Mórúnu

Davíð Þór segir að von sé á fleiri bókum um Mórúnu Hróbjarts og er hann kominn vel á veg með næstu sögu. „Það er von á sjálfstæðu framhaldi næsta vor. Mér er farið að þykja svo vænt um Mórúnu að það er ekki hægt annað, hún er svo mikill töffari."

Forlagið sem getur bókina út heitir Kaldá, en það er góður félagi Davíðs sem stendur að því. „Kaldá er lítið fyrirtæki sem kemur að ýmissi menningarstarfsemi en er nú í fyrsta skipti að spreyta sig á bókaútgáfu."

Bókin verður meðal annars til sölu í Ollasjoppu á Vopnafirði og Bókakaffi í Fellabæ, en við erum að leita að fleiri smásölum á Austurlandi sem hafa áhuga á að taka hana inn, en okkur er mikið í mun að austfirskir fantasíu-unnendur hafi greiðan aðgang að henni."

david thor morun1david thor morun10


Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.