Orkumálinn 2024

„Það vantar afþreyingu á svæðinu": Austursigling er nýtt fyrirtæki

sandra3Austursigling hefur boðið upp á útsýnis- og veiðiferðir frá Reyðarfirði síðan í vor og nýtur vaxandi vinsælda meðal ferðafólks.

Það eru eigendur Tærgesen, þau Jónas Helgason og Sandra Þorbjörnsdóttir, sem gera út bátinn Sandra SU, en hann tekur sextán farþegar og hefur leyfi fyrir sjö sjóstöngum.

„Þetta er blanda af skoðunar- og veiðiferðum. Við höfum fundið og séð að það vantar sárlega afþreyingu á svæðinu og þetta er okkar framlag til þess," segir Jónas í samtali við Austurfrétt.

„Veðurfarið í sumar hefur ekki hjálpað okkur frekar en öðrum ferðaþjónustuaðilum, en erlendir ferðamenn eru þó spenntir fyrir því að fara út á bát og veiða. Við höfum alla burði til þess að byggja upp öfluga sjóstangarmenningu, en vestfirðingar eru orðnir stórveldi í því. Hér eru kjöraðstæður, lítil alda og þarf aðeins rétt út í fjörðinn til þess að ná í góðan þorsk.

Við tökum einnig lengri hringi út fyrir hólmana og í þeim höfum við séð hvali, hnísur, seli og nánast lunda í hverri ferð, en gestirnir eru mjög hrifnir af honum."


Beint flug í Egilsstaði yrði alger bylting

Jónas segir að meiningin sé að bjóða upp á bátsferðir allt árið um kring. „Það hefur orðið mikil aukning ferðamanna yfir sumartímann sem dettur svo alveg niður yfir vetrartímann. Ég sé fyrir mér að það mætti fara út á fjörðinn og skoða norðurljós í þeim fallegu stillum sem oft eru hér á veturna, en ekki þarf að sigla nema í tvær mínútur til þess að komast í algert myrkur.

Það tekur hins vegar tíma að markaðssetja eitthvað nýtt – þetta er langhlaup. Sú staðreynd að það sé oft dýrara að koma sér austur frá Reykjavík en til landsins nær ekki nokkurri átt og beint flug í Egilsstaði yrði alger bylting."


Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.