Orkumálinn 2024

Kammerhópurinn Stilla spilar fjölbreytt verk fyrir Austfirðinga

Large Print-4987-2Kammerhópurinn Stilla er á ferð um Austurland þessa dagana og byrjar tónleikaröð sína í Sláturhúsinu á Egilsstöðum í kvöld kl. 20:00. Á morgun verður hópurinn með tónleika í Bláu Kirkjunni á Seyðisfirði og á föstudagskvöld verða tónleikar í Tónlistarmiðstöð Austurlands á Eskifirði.

Kammerhópurinn Stilla var stofnaður árið 2011 og er skipaður fjórum strengjaleikurum, píanóleikara og söngvara í tilvikum. Efnisskrá hópsins er fjölbreytt og hefur hópurinn spilað tónlist af öllum stærðum og gerðum við hin ýmsu tilefni. Meðlimir hópsins eru Lilja Eggertsdóttir, Sigrún Harðardóttir, Margrét Soffía Einarsdóttir, Þórunn Harðardóttir og Gréta Rún Snorradóttir.

Hópurinn hefur hingað til flutt fjölbreytta efnisskrá og leitast við að flytja verk, íslensk og erlend, sem eru sjaldan flutt en eru þó perlur síns tíma. Markmið hópsins er að auka fjölbreytni á tónlist sem í boði er. Þessi samsetning á kammerhóp er nýstárleg hér á landi og ætti því að auka fjölbreytileika í tónleikahaldi. Þó meðlimir hópsins séu klassískt menntaðir hefur hópurinn tekið þátt í tónlistarverkefnum af margvíslegum toga; jazz, salón-tónlist, tangó, óperu, ljóðasöng, popp og rokk, svo fátt eitt sé nefnt.


Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.