Austfirðingar verðlaunaðir fyrir góðan árangur í háskólum landsins

haskoli islands regnbogaNemendur sem annað hvort hafa stundað nám í austfirskum framhaldsskólum eða eiga ættir sínar að rekja austur voru víða heiðraðir fyrir góðan námsárangur við útskriftir háskólanna fyrir skemmstu.

Þannig voru fjórir fyrrum nemendur Menntaskólans á Egilsstöðum meðal um 50 nemenda sem útskrifuðust með ágætiseinkunn, 9 eða hærra í meðaleinkunn, frá Háskóla Íslands.

Þeir komu úr tveimur fögum: Ingimar Jóhannsson og Hörður Bragi Helgason úr verkfræði og Freydís Selma Guðmundsdóttir og Inga Sæbjörg Magnúsdóttur úr lyfjafræði.

Við Háskólann á Akureyri hlaut Vopnfirðingurinn Eiríkur Páll Aðalsteinsson viðurkenningu fyrir góðan árangur í auðlindafræði og Vordís Guðmundsdóttir frá Djúpavogi fyrir kennarafræði.

Þá var Vordís ein þriggja til að hljóta heiðursverðlaun Góðvina, félags brautskráðra nemenda skólans og annarra velunnara, sem þeir sem hafa verið ötulir við að starfa í þágu skólans, svo sem með nefndarsetum og kynningarstarfi.

Elís Bergur Sigurbjörnsson, sem síðustu ár hefur starfað hjá Launafli á Reyðarfirði, hélt ræðu fyrir hönd nemenda úr Háskólagátt á Bifröst.

Fljótsdælingurinn Sigurður Max Jónsson fékk verðlaun fyrir góðan árangur í nautgriparækt og bútæknibrautum á búfræðibraut við Landbúnaðarskólann á Hvanneyri. Hrafnhildur Tíbrá Halldórsdóttur úr Eiðaþinghá fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur á búvísindabraut.

Við útskrift frá Háskólanum á Hólum flutti Njarðvíkingurinn Anna Margrét Jakobsdóttir Hjarðar ávarp fyrir hönd hópsins en hún útskrifaðist með tvöfalt próf. Meðfram náminu sinnti hún ýmsum trúnaðarstörfum fyrir hönd nemenda. Til dæmis gegndi hún starfi formanns Stúdentafélags Hólaskóla og varafulltrúa nemenda í háskólaráði.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.