Vigdís mikill og góður sendiherra skógræktarinnar

grodursetning vigdis forseti 0003 webÍ dag eru 35 ár liðin frá því að Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti Íslands, fyrst kvenna til að vera kjörin þjóðarleiðtogi í almennri kosningu. Af því tilefni voru tré gróðursett víða um land, meðal annars á Austurlandi.

Vigdís kom sér upp þeirri hefð að gróðursetja þrjú tré í öllum embættisferðum sínum. Eitt var fyrir pilta, annað fyrir stúlkur og hið þriðja fyrir framtíðina.

Á Egilsstöðum voru trén gróðursett í Tjarnargarðinum. Stefán Ingi Skúlason gróðursetti fyrir piltana, Sigrún Styrmisdóttir fyrir stúlkurnar og Alda Lárusdóttir fyrir komandi kynslóðir.

„Vigdís minnti okkur á að rækta landið okkar en ekki síður mannréttindi með jöfnum tækifærum pilta og stúlkna," sagði Sigrún Blöndal, forseti bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs.

Hún sagði kjör Vigdísar hafa markað tímamót í Íslandssögunni og hún hefði líkt ræktun trjánna við uppvöxt barna. Sigrún lýsti því að afstaða Vigdísar til umhverfisvitundar hefði haft ómetanleg áhrif á viðhorf fólks til lengri tíma.

Þór Þorfinnsson, skógarvörður á Hallormsstað, þakkaði einnig Vigdísi fyrir framlag hennar til skógræktarinnar. „Hún var mikill og góður sendiherra okkar skógræktarmanna."

Birkitrén þrjú sem gróðursettu voru eru af Embluyrki. Það hefur verið ræktað í rúm tíu ár og þykir skarta beinvöxnum trjám með góðum berki sem þoli frost auk þess sem það vaxi hraðar en önnur.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.