Orkumálinn 2024

„Væri löngu hættur ef mér leiddist": Viðburðir helgarinnar

3639128479 9084362c52 zPálmi Gunnarsson og Jón Ólafsson verða með tónleika í Valaskjálf á sunnudagskvöldið, en það er einn þeirra fjölmörgu viðburða sem standa til boða á Austurlandi um helgina.

Í samtali við Austurfrétt sagði Pálmi það mikið gleðiefni að vera með tónleika í endurnýjaða menningarhúsinu Valaskjálf.

Munu þeir félagar spila af fingrum fram og flytja alla vinsælustu smelli Pálma og sjalla á milli. „Við förum yfir lagalistann og kryddum með sögum af mönnum og músum," segir Pálmi.

Aðspurður hvort nóg sé að gera og bransinn alltaf jafn spennandi segir Pálmi; „Já, það er fullt í gangi, þó svo ég reyni að taka því rólega yfir hásumarið. Þetta er eiginlega skemmtilegra nú en oft áður, enda væri ég löngu hættur ef mér leiddist."

Þeir félagar láta sér að minnsta kosti ekki leiðast þennan daginn því þeir halda tónleika í Djúpavogskirkju ásamt Magnúsi Eiríkssyni kl. 14:00 þennan sama dag. Um er að ræða síðbundna lokatónleika Hammondhátíðar, en þeim varð að fresta á sínum tíma. En betra er seint en aldrei, og þeir félagar Magnús og Pálmi munu formlega ljúka Hammondhátíðinni, en Jón mun hlaupa í skarðið fyrir Þóri Úlfarsson.

Að sögn aðstandenda hátíðarinnar var uppselt á tónleikana. Allir sem áttu heildarmiða á hátíðina og staka miða á lokatónleikana þann 26. apríl eru gjaldgengir og vonast Hammondnefndin eftir því að flestir þeirra sjái sér fært að mæta eða komi sínum miðum í notkun með því að bjóða öðrum upp á að nota þá. Við innganginn verður síðan selt í þau sæti sem ekki verða nýtt á tónleikadag.

Ýmislegt annað verður að auki um að vera í fjórðungnum um helgina:

Kvennakórinn Héraðsdætur heldur tónleika í Valaskjálf á föstudagskvöldið klukkan 20:00. Flutt verða lög eftir íslenska kvenhöfunda í bland við skemmtileg lög frá sjötta áratugnum.

Á laugardaginn munu þeir Villy Raze & Vinny Vamos frá Írlandi halda órafmagnaða tónleika í Sköpunarmiðstöðinni á Stöðvarfirði. Fjörið hefst klukkan 21:00 og munu þeir félagar flytja eigin lög auk þess sem aldrei er að vita nema nokkur vel valin írsk lög fái að fljóta með.

Fáskrúðsfjarðarkirkja er 100 ára og verður þeim tímamótum fagnað næstkomandi sunnudag. Afmælisfagnaðurinn á sunnudag hefst með hátíðarmessu kl. 14:00 þar sem biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, predikar. Prófastur, nágrannaprestar og safnaðarfólk þjónusta við athöfnina ásmat sóknarpresti. Flutt verða fjölbreytt söng- og tónlistaratriði, með þátttöku fullorðinna og barna. Að messu lokinni verður gestum boðið til kaffisamsætis í Skólamiðstöðinni, með stuttri dagskrá í tali og tónum.

Lifandi handverkssölusýning og „PopUp" kaffihús verður í Valhöll á Eskifirði laugardag og sunnudag, en að viðburðinum standa handverksfólk í Fjarðabyggð í samvinnu við Sesam brauðhús og Vífilfell. Þar mun handverksfólk vinna handverk sitt á staðnum og Sesam Brauðhús býður upp á það allra besta af sínum vörum.

 

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.