Stofnaði hljómsveit á staðnum

austurbru adalfundur vaxtarsamningur mai15 0010 webLétt var yfir tónlistarmanninum Jóni Hilmari Kárasyni við fyrstu úthlutun Uppbyggingarsjóðs Austurlands á Eskifirði þegar hann kynnti á svið atriði úr nýafstöðnu hljómsveitanámskeiði. Fyrst bauð hann hins vegar upp á óvæntan atburði.

Atriði sem koma átti á svið var hljómsveitin Lion Bar sem var ein þeirra sem tók þátt í námskeiðinu í vor en það var haldið í þriðja sinn.

Á námskeiðinu fær ungt tónlistarfólk úr fjórðungnum hagnýt ráð um hvernig starfa eigi í hljómsveit og koma fram á sviði.

En Jón Hilmar lét það ekki duga heldur stofnaði hljómsveit á staðnum. Hann kallaði upp á svið þær Hólmfríði Sveinsdóttur, verkefnisstjóra stýrinets Stjórnarráðsins um sóknaráætlanir landshluta og Jónu Árnýju Þórðardóttur, framkvæmdastjóra Austurbrúar.

Hólmfríði var skipað við trommusettið en Jónu var afhentur bassi. Sjálfur leiddi Jón tríóið sem gítarleikari þegar það flutti lagið Wild Thing við mikla kátínu viðstaddra.

„Og eins og við kennum á námskeiðunum þá þarf maður að lúkka aðeins," sagði Jón Hilmar.

austurbru adalfundur vaxtarsamningur mai15 0015 web

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.