Fjöldi fylgdist með æfingaflugi þotu – Myndir

thota egs 14042015 0007 webForvitna Héraðsbúa dreif að þegar þota frá Icelandair æfði lendingar á Egilsstaðaflugvelli í síðustu viku.

Þotan var þar í rúman klukkutíma og lenti einum fimmtán sinnum. Hún stoppaði þó aldrei alveg, hjólin fóru niður á flugbrautina áður en gefið var í og hún hóf sig til lofts á ný.

Þá sveimaði hún einn hring yfir Fellunum áður en hún dreif sig inn til lendingar á ný.

Þotur Icelandair koma annað slagið í slíkar æfingar á Egilsstöðum. Nokkrir flugmenn eru þá um borð og skiptast á að halda um stýrið.

Þoturnar vöktu mikla athygli heimamanna og var bíll við bíl við úti í kanti á Egilsstaðanesi þar sem forvitnir fylgdust með. Ljósmyndari Austurfréttar var þeirra á meðal.
thota egs 14042015 0019 snyrt webthota egs 14042015 0026 webthota egs 14042015 0027 webthota egs 14042015 0032 webthota egs 14042015 0050 webthota egs 14042015 0052 webthota egs 14042015 0057 web
thota egs 14042015 0001 web

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.