Hlökkum til að fagna nýjum sigrum: Útskriftasýning LungA skólans

LungA1 webAnnar hópurinn sem klárar nám í LungA-skólanum sýndi um helgina verk sín á Akureyri. Björt Sigfinnsdóttir segir stefnuna ótrauða fram á við.

„Þetta er annar nemendahópurinn sem klárar fulla önn í LungA skólanum og hefur allt saman gengið framar vonum," segir Björt Sigfinnsdóttir, sem er ein af þremur stjórnendum skólans.

Sýningin var í Kaktus, lista- og menningarhúsi í listagilinu á Akureyri. Hún var mjög fjölbreytt og innihélt videoverk, tónverk, skúlptúra, gjörninga, innsetningar, ljósmyndir sem og verk sem eru samspil margra miðla. Voru það Björt, Lasse Høgenhof, Jonatan Spejlborg, Laura Tack og Alex Carr sem liðsinntu hópnum.

„Síðustu tólf vikur hafa verið frábærar. Hópurinn er bæði fjölbreyttur og sterkur og algerlega tilbúinn í LungA ævintýrið með öllu sem því fylgir. Nemendur höfðu aðgang að fjölbreyttum og margvíslegar listasmiðjum undir stjórn áhugaverðra og hæfileikaríkra listamanna, bæði íslenskra og erlendra. Hver og einn nemandi hefur einnig farið í gengum viðamikið persónulegt ferli þar sem leitað var svara við stórum spurningum á borð til „hvernig einstaklingur vil ég vera?"

Þetta er annar nemendahópurinn sem fer í gegnum fulla önn í skólanum hjá okkur. Við njótum mikils stuðnings frá bæði nær- og fjær samfélaginu og gerum okkur fulla grein fyrir að við gætum þetta ekki öðruvísi og erum því hjartanlega þakklat," segir Björt.

Við erum bjartsýn á framhaldið

Björt segir stefnuna ótrauða fram á við og sér skólann halda áfram að stækka og dafna. Næsta önn hefst á haustdögum og hefur nú þegar verið opnað fyrir umsóknir.

„Nú tekur við undirbúningsvinna fyrir haustið með frekari viðræðum við menntamálaráðuneytið og stjórnvöld, frekari þróun og fínpússun námskrárinnar okkar sem og undirbúiningur frekara samstarfs erlenda og íslenska samstarfsaðila.

Gaman er að segja frá því að við höfum komið á samstarfi við Menntaskólann á Egilsstöðum og um jólin útskrifuðust frá okkur tvær stelpur til stúdentsprófs af listnámsbrautinni þar með 25 einingar hvor. Stefnan er tekin á svipað samstarf við fleiri skóla. Við erum bjartsýn á framhaldið og hlökkum til að takast á við áskorannir framtíðarinnar og fagna nýjum sigrum."

11080248 349878981875129 8091377613226359648 nLungA2 webLungA3 webLungA4 webLungA5 webLungA6 webLungA7 web


 

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.