Mikil dagskrá í Oddskarði og Stafdal um páskana

oddsskard skidi
Mikið fjör verður á skíðasvæðunum í Oddskarði og í Stafdal um páskana og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Í Oddskarði verður Tírólahátíðin haldin samkvæmt venju. Samkvæmt Dagfinni Ómarssyni, forstöðumanni skíðamiðstöðvarinnar, er mikill snjór á svæðinu og von á góðu færi og hægviðri um páskana.

Skírdagur verður helgaður brettafólki þar sem lögð veðrur snjóbrettabraut með stökkum og hólum sem ætti að kæta marga brettaunnendur. Sama kvöld fer fram hið árlega „Super Jump" snjóbrettamót.

Á föstudaginn langa verður áherslan á yngstu iðkendurna, en þá verður lögð skemmtileg þrautabraut við litlu lyftuna.
Sannkölluð Tírólastemmning verður í fjallinu allan laugardaginn, með risasvigmóti, tríólatónlist og flugeldasýningu um kvöldið.

Á páskadag eru allir hvattir til þess að mæta í sínu fínasta pússi, en þá er hinn árlegi sparifatadagur sem og páskaeggjamót fyrir átta ára og yngri.

Fjörinu lýkur svo á mánudaginn, annan í páskum, með kjötsúpukveðjuhátíð – en þá gefst gestum kostur á að kaupa sér kjötsúpu í ódýrari kantinum.

Husky sleðahundarnir vinsælir

Ennig verður nóg um að vera á skíðasvæðinu í Stafdal alla páskana. Halldór Halldórsson, forstöðumaður skíðasvæðisins, segir aðsóknina á skíðasvæðið um páskahátíðina vaxa ár frá ári og býst við góðri mætingu í ár.

Á föstudaginn langa verður fullorðinskvöld í fjallinu, „Apres ski stemmning" sem felur í sér dúndrandi tónlist og ljósasýningu.

Á laugardaginn verða Husky sleðahundar á svæðinu og draga börnin á skíðum eða hundasleðum. Halldór segir þann dagskrárlið sérstaklega vinsælan hjá yngri kynslóðinni.

Á páskadag verður páskaeggjaleit í fjallinu sem og gönguskíðakennsla.


Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.